Kennslustaðaheimsóknir stjórnar T.Á.

2023-10-02T15:14:13+00:00

Stjórn Tónlistarskóla Árnesinga (skipuð þremur fulltrúum sveitarfélaga) ásamt skólastjóra, heimsóttu kennslustaði í uppsveitum Árnessýslu þann 25. september. Aðstaða til kennslu er ólík milli kennslustaða, sums staðar góð en annars staðar mætti búa betur að tónlistarkennslunni hvað varðar rými, hljóðeinangrun, hljóðvist og/eða aðgengi.

Viðkomustaðir voru Kerhólsskóli, Bláskógaskóli Laugarvatni, Reykholtsskóli, Flúðaskóli og Félagsheimili Hrunamanna, Þjórsárskóli og bókasafnið í Brautarholti. Stjórnarmenn þakka innilega fyrir góðar móttökur á kennslustöðum Tónlistarskólans.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá stjórnarfólkið þau Erlu Sif Markúsdóttur, Svein Inga Sveinbjörnsson og Kjartan Björnsson, ásamt Gesti Áskelssyni tónlistarkennara og Írisi Önnu Steinarsdóttur skólastjóra Bláskógaskóla á Laugarvatni.

[…]

Kennslustaðaheimsóknir stjórnar T.Á.2023-10-02T15:14:13+00:00

Nemendur léku með Ungsveit SÍ

2023-10-31T10:28:07+00:00

Þrír núverandi og fyrrverandi fiðlunemendur Tónlistarskóla Árnesinga léku með Ungsveit SÍ 24. september sl. í Eldborgarsal Hörpu. Þetta voru þær Hugrún Birna, Hildur Tanja og Eyrún Huld sem jafnframt var konsertmeistari tónleikanna. Lék hljómsveitin Draumórasinfóníuna eftir Hector Berlioz. Hljómsveitarstjóri var Nahanaël Iselin.

Markmið með Ungsveitinni er að gefa tónlistarnemendum vettvang til að kynnast krefjandi hljómsveitarleik og þarf að standast prufuspil til að komast í hljómsveitina. Þá taka við stífar æfingar sem lýkur með tónleikum. Tónleikar Ungsveitarinnar voru einstaklega vandaðir og ljóst að að baki liggur vönduð og mikil vinna.

[…]

Nemendur léku með Ungsveit SÍ2023-10-31T10:28:07+00:00

Skólaslit í maí 2023 – fjölbreyttir og skemmtilegir tónleikar

2023-09-29T19:43:32+00:00

Skólaslit fóru fram með hefðbundnum hætt á öllum kennslustöðum tónlistarskólans í vor. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá skólaslitunum þar sem flutt var fjölbreytt tónlist og próftakar tóku við skírteinum.

Við þökkum nemendum okkar innilega fyrir samfylgdina í vetur og óskum þeim áfram góðs gengis á tónlistarbrautinni.

[…]

Skólaslit í maí 2023 – fjölbreyttir og skemmtilegir tónleikar2023-09-29T19:43:32+00:00

Framhaldsprófstónleikar Hildar Tönju

2023-09-29T18:41:04+00:00

Hildur Tanja Karlsdóttir útskrifaðist frá Tónlistarskóla Árnesinga með framhaldspróf á fiðlu vorið 2023. Framhaldsprófstónleikarnir fóru fram í Hveragerðiskirkju 15. maí og voru þeir afskaplega glæsilegir. Aðrir flytjendur á tónleikunum voru Milós Dalmay á píanó og Elísabet Anna Dudziak á fiðlu. Það var María Weiss fiðlukennari sem fylgdi Hildi Tönju í gegnum framhaldsprófið, en á myndinni er einnig Guðmundur Pálsson fiðlukennari sem fylgdi henni fyrstu skrefin.

Við óskum Hildi Tönju innilega til hamingju með þennan stóra áfanga.

/Helga […]

Framhaldsprófstónleikar Hildar Tönju2023-09-29T18:41:04+00:00

Suzuki-tónleikahátíð í Royal Albert Hall

2023-06-02T13:44:28+00:00

Um páskana brugðu nokkrir nemendur og kennarar undir sig betri fætinum og tóku þátt í alheims Suzuki-tónlistarviðburði í Royal Albert Hall í London. Breska Suzuki-sambandið stóð fyrir mótinu að þessu sinni, en aðal driffjöður þess er Helen Brunner, kraftmikill fiðlukennari á níræðisaldri.

Þátttaka í móti sem þessu er mikil upplifun fyrir nemendur, kennara og foreldra, enda ótrúlegt að verða vitni að þeirri samstillingu sem næst. Um 1.300 nemendur tóku þátt að þessu sinni, frá 32 löndum (eða allt frá Argentínu til Zimbabwe og Íslandi til Vietnam, eins og Ed Kreitman kynnir sagði á tónleikunum). Nemendur voru á aldrinum fimm ára til tvítugs […]

Suzuki-tónleikahátíð í Royal Albert Hall2023-06-02T13:44:28+00:00

Smiðjuvikan 27.-31. mars ótrúlega skemmtileg

2023-03-31T16:59:52+00:00

Smiðjuvikan 27. – 31. mars var ótrúlega lífleg og skemmtileg. Þetta er í fyrsta sinn sem Tónlistarskóli Árnesinga setur upp námskeiðs-/smiðjuviku sem þessa þar sem allri kennslu er umbreytt, en nemendur sækja í staðinn ýmsar tónlistartengdar smiðjur. Það var skemmtilegur andi í lofti þegar nemendur mættu í smiðjurnar sínar á hinum fjölmörgu kennslustöðum skólans. Boðið var upp á rytmískar smiðjur, sambabönd, söng af ýmsu tagi, gítarpartý, ukulele, Suzukihljómsveit, að oliubera blokkflautur, hljóðsetja kvikmynd, læra um langspil, blús, spuna, orgel, horfa á tónlistarkvikmynd o.fl.

– Hjartans þakkir til allra sem tóku þátt í námskeiðunum og gerðu vikuna svona skemmtilega 😊

/Helga Sighv.

Hér fyrir neðan […]

Smiðjuvikan 27.-31. mars ótrúlega skemmtileg2023-03-31T16:59:52+00:00

Suzuki-gítarsveit tók þátt í Nótunni í Hörpu

2023-03-24T08:47:16+00:00

Hátíðartónleikar Nótunnar fóru fram í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 19. mars, en Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskólanna á landsvísu.

Mikið líf var í Hörpu allan daginn, með þrennum tónleikum í Eldborg, vinnusmiðjum og tónlistarflutningi í Hörpuhorni. Að þessu sinni sendu tónlistarskólar alls staðar að af landinu hópatriði (hljómsveitir eða samspilshópa) til þátttöku á tónleikunum.

Suzuki-gítarhópur undir stjórn Birgitar Myschi, við undirleik Kristins Freys Kristinssonar var framlag Tónlistarskóla Árnesinga í ár. Stóðu nemendur og kennarar sig afkaplega vel og voru skólanum til mikils sóma. Á þessari slóð má sjá nokkrar myndir frá Nótunni: Nótan 2023 – MYNDIR | Kennarasamband Íslands (ki.is)

– Takk fyrir allan undirbúninginn og […]

Suzuki-gítarsveit tók þátt í Nótunni í Hörpu2023-03-24T08:47:16+00:00

Frá mið- og framhaldsdeildartónleikum í Selfosskirkju

2023-03-24T08:41:45+00:00

Mið- og framhaldsdeildartónleikar fóru fram 15. og 16. mars í Selfosskirkju. Það var reglulega gaman að sjá og heyra þennan kraftmikla hóp sem hefur öðlast færni og kunnáttu til að leika fjölbreytta og talsvert flóknari tónlist en geristi á fyrstu árum tónlistarnámsins.

Takk fyrir dásamlega tónleika kæru nemendur og kennarar 🙂

 

Flytjendur á miðdeildartónleikum                  Flytjendur á framhaldsdeildartónleikum

/Helga Sighv.

Frá mið- og framhaldsdeildartónleikum í Selfosskirkju2023-03-24T08:41:45+00:00

Fyrirhuguðum tónleikum 11. febrúar er aflýst vegna veðurs

2023-02-10T19:57:35+00:00

Sælir kæru nemendur og foreldrar

 

Aflýst er fyrirhuguðum þematónleikum sem vera áttu laugardaginn 11. febrúar (Þorlákshöfn kl. 10, Aratungu kl. 12:30, Hveragerði kl. 15 og Selfossi kl. 10, 12:30 og 15).

 

Á morgun er spáð sunnan- og suðvestan hvassvirði eða stormi 18 – 25 m/s, með snörpum vindhviðum við fjöll. Víða er að auki hálka eða hálkublettir á vegum. Af þessum sökum viljum við ekki taka þá áhættu að fólk lendi í óhöppum og aflýsum því tónleikunum.

 

Okkur þykir þetta mjög leitt, enda fjöldi nemenda og kennara búnir að undirbúa skemmtilega dagskrá. Takk fyrir allan undirbúninginn, en vonandi nýtast atriðin á næstu dögum og […]

Fyrirhuguðum tónleikum 11. febrúar er aflýst vegna veðurs2023-02-10T19:57:35+00:00

Barnadjass – Námskeið Odd André

2023-01-27T08:25:23+00:00

Barnadjass – Námskeið Odd André

Laugardaginn 14. janúar sóttu nokkrir kennarar skólans námskeið um djasskennslu fyrir börn á aldrinum 9 – 11 ára, sem haldið var í húsnæði tónlistarskólans á Selfossi. Í lok námskeiðsins bættust 14 nemendur við (á ýmsum hljóðfærum) og fengu leiðsögn í að spila djass eftir eyranu og að spinna. Skemmtilegt námskeið sem gaf kennurum nokkur góð viðbótarverkfæri inn í kennsluna.

Kennari var Odd André Elveland, en hann mætti með einn nemanda frá Noregi og nokkra nemendur úr Mosfellsbæ, sem léku bæði fyrir kennarana og með nemendum á námskeiðinu.

[…]

Barnadjass – Námskeið Odd André2023-01-27T08:25:23+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi