Dagur tónlistarskólanna 9. febrúar – tónleikaröð

2019-02-05T13:25:24+00:00

Dagur tónlistarskólanna 9. febrúar 2019

Dagur tónlistarskólanna er haldinn hátíðlegur um allt land laugard. 9. febrúar.

Í tilefni dagsins stendur Tónlistarskóli Árnesinga fyrir sex svæðistónleikum í Árnessýslu.

11:00 Félagsheimilið Aratungu – Nemendur úr Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi

11:00 Eyravegur 9, Selfossi

13:00 Eyravegur 9, Selfossi

13:00 Félagsheimilið Flúðum – Nemendur úr Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi

15:00 Þorlákskirkja – Nemendur úr Þorlákshöfn, frá Stokkseyri og Eyrarbakka

17:00 Hveragerðiskirkja

– Aðgangur er ókeypis og […]

Dagur tónlistarskólanna 9. febrúar – tónleikaröð2019-02-05T13:25:24+00:00

Tónleikahald í desember

2018-12-21T10:21:04+00:00

Í desember flögruðu nemendur og kennarar vítt og breitt um samfélagið og léku jólalög og aðra fallega tónlist fyrir samborgarana. Má þar nefna Litlu-jól leik- og grunnskóla, opin hús í skólum, heimsóknir á hjúkrunarheimili og öldrunarstofnanir, vinnustofur fatlaðra, á fundi og ráðstefnur, í verslanir og stofnanir – og svo mætti lengi telja. Alls um 60 viðburðir.
Á meðal viðburða voru kertatónleikar eldri strengjasveitar 16. desember í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Einstaklega falleg stund í listrænu umhverfi og ekki annað hægt en að vera mjög stoltur af.
– Takk fyrir allan dugnaðinn í desember kæru nemendur og kennarar!

[…]

Tónleikahald í desember2018-12-21T10:21:04+00:00

Dásamlegir deildatónleikar

2018-12-21T10:01:27+00:00

Deildatónleikaröð tónlistarskólans stóð yfir dagana 1. – 9. nóvember. Stór hluti nemenda skólans kom fram á tónleikunum, sem þátttakendur í samspilshópum og hljómsveitum skólans, sem einleikarar og einsöngvarar.

Það var einstaklega ánægjulegt að fylgjast með öllum þessum ólíku tónleikum sem voru bæði nemendum og kennurum til mikils sóma. Eiga allir hlutaðeigendur hrós skilið fyrir frábæra vinnu við undirbúning og flutning. – Dásamlegt þversnið af starfsemi skólans.

[…]

Dásamlegir deildatónleikar2018-12-21T10:01:27+00:00

Strengjamót á Akureyri

2018-12-11T14:14:42+00:00

Strengjamót var haldið á Akureyri dagana 2. – 4. nóvember. Frá Tónlistarskóla Árnesinga fóru 10 duglegir strengjanemendur og tveir kennarar (sem jafnframt stjórnuðu hljómsveitum á mótinu), auk foreldra sem héldu þétt utan um hópinn.

Akureyringar stóðu einstaklega vel að allri umgjörð mótsins. Æfingar fóru fram á fjórum stöðum í bænum, en lokatónleikar voru haldnir í glæsilegum aðalsal Menningarhússins Hofs.

– Heim snéri glaður hópur að móti loknu, með góðar minningar í farteskinu og nýja ferska tónlistarneista í huga og höndum.

 

(Mynd frá strengjadeildartónleikum 2018)

Strengjamót á Akureyri2018-12-11T14:14:42+00:00

Hljóðfærakynningar í 2. bekk

2018-10-17T16:28:53+00:00

Hljóðfærakynningar í 2. bekk allra grunnskóla í Árnessýslu, er fastur þáttur í vetrarstarfi Tónlistarskólans.

Í október fá nemendur kynningu á trommum, gítar, rafgítar og píanói og sjá Margrét, Stefán og Vignir um þessa fyrstu sex vikna kynningarlotu vetrarins.

Í nóvember fara af stað kynningar á strengjahljóðfærum, í janúar tréblásturshljóðfærum, í febrúar málmblásturshljóðfærum og í mars fá nemendur upprifjunartíma og syngja saman.

 

Tónlistarskólakennarar skipta með sér kynningunum. Nemendur fá að sjá hljóðfærin, heyra leikið á þau og að lokum að prófa sjálf að ná tóni/spila, sem vekur alltaf mikla gleði og eftirvæntingu.

 

Hljóðfærakynningar í 2. bekk2018-10-17T16:28:53+00:00

Lúðrasveitamót á Akureyri

2018-11-01T09:22:31+00:00

Lúðrasveitamót var haldið á Akureyri dagana 12. – 14. október, fyrir nemendur úr 8. bekk og eldri sem lokið hafa grunnprófi í hljóðfæraleik.

15 nemendur frá Þorlákshöfn og Selfossi tóku þátt í mótinu ásamt kennurum sínum, þeim Jóhanni, Gesti og Kolbrúnu Berglindi, en þátttakendur komu alls staðar að af landinu. Hópnum var skipt í ýmsar smiðjur þar sem hægt var að læra t.d. á ukulele, steppdans, zumba-dans, spila í stórsveit og ýmislegt fleira.

 

Lúðrasveitamót á Akureyri2018-11-01T09:22:31+00:00

Súputónleikar á Stokkseyri

2018-10-16T13:55:37+00:00

Árlegir súputónleikar BES (Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri) voru haldnir sunnudaginn 14. október á Stokkseyri, en tónleikarnir eru samstarfsverkefni Barnaskólans og Tónlistarskóla Árnesinga.

Á tónleikunum komu fram tónlistarskólanemendur af svæðinu og nemendur sem taka þátt í kór og tónlistarvali Barnaskólans. Nemendur stóðu sig vel og ánægjulegt að sjá hve margir áheyrendur mættu til að hlýða á tónleikana.

Í dagskrárlok var að vanda boðið upp á súpu gegn frjálsum framlögum, en ágóðinn rennur til stuðnings við tónlistarstarf í grunnskólanum.

Súputónleikar á Stokkseyri2018-10-16T13:55:37+00:00

Skólaslit vorið 2018

2018-08-16T06:42:13+00:00

Skólaslit tónlistarskólans vorið 2018 verða sem hér segir:

Þriðjudaginn 22. maí.

– Flúðir – Félagsheimili Hrunamanna kl. 16:00

– Stokkseyri – Grunnskólinn kl. 17:00

– Þorlákshöfn – Ráðhúsið kl. 18:00

Miðvikudaginn 23. maí.

– Reykholt –  Aratunga kl. 17:00

– Hveragerði – Hveragerðiskirkja kl. 18:30

Fimmtudaginn 24. maí.

– Þjórsárskóli – Árnes kl. 16:00

Mánudaginn 28. maí.

– Flóaskóli – Þjórsárver kl. 16:00

– Selfoss – Sunnulækjarskóli kl. 18:00

Þriðjudaginn 29. maí.

– Laugarvatn – Grunnskólinn kl. 17:00

Föstudaginn 1. júní.

– Kerhólsskóli kl. 13:00

Skólaslit vorið 20182018-08-16T06:42:13+00:00

Líflegur laugardagur hjá gítar- og blokkflautunemendum

2018-08-16T06:42:17+00:00

Laugardagurinn 14. apríl var líflegur í tónlistarskólanum, því þann dag sóttu gítarnemendur meistaranámskeið hjá Arnaldi Arnarsyni gítarleikara og Suzuki-blokkflautunemendur sóttu upprifjunartíma hjá Ingibjörgu Birgisdóttur.

Nemendur stóðu sig með mikilli plýði

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá laugardeginum.

Líflegur laugardagur hjá gítar- og blokkflautunemendum2018-08-16T06:42:17+00:00

Mjög fjölbreytt tónleikahald í mars

2018-08-16T06:42:20+00:00

Tónleikahald í mars hefur verið með fjölbreytilegasta sniði. Þar má nefna Nótutónleika, Star-Wars messu, blásarasveitatónleika, miðdeildartónleika og framhaldsdeildartónleika.

Fulltrúi Tónlistarskóla Árnesinga á lokatónleikum Nótunnar í Hörpu 4. mars var Katrín Birna Sigurðardóttir, en hún lék ótrúlega fallega verk eftir Fauré, við undirleik Einars Bjarts Egilssonar.

Sama dag léku nokkrir nemendur skólans í  messu í Selfosskirkju, þar sem öll tónlistin var úr Star-Wars kvikmyndum.

Á miðdeildartónleikum skólans 5. mars og framhaldsdeildartónleikum 7. mars var einstaklega gaman að heyra hve gróskan er mikil í nemendahópnum. Tónleikarnir voru mjög skemmtilegir og fjölbreyttir og flutningur nemendanna til fyrirmyndar.

Til hamingju með tónlistaruppskeruna í mars 🙂

Mjög fjölbreytt tónleikahald í mars2018-08-16T06:42:20+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi