Suzuki-útskriftartónleikar

2019-05-04T15:38:46+00:00

Það var myndarlegur nemendahópur sem útskrifaðist úr Suzukibókum á hin ýmsu hljóðfæri, á tónleikum laugard. 4. maí.

Á meðfylgjandi myndum má sjá glaða nemendur, kennara og meðleikara að tónleikum loknum.

Til hamingju með glæsilegar útskriftir!

Suzuki-útskriftartónleikar2019-05-04T15:38:46+00:00

Tíu dropar með eldri borgurum tónlistarskólans

2019-04-12T15:47:49+00:00

Kennarar tónlistarskólans tóku sig til og buðu fyrrverandi kennurum skólans sem komnir eru á eftirlaun í morgunkaffi þann 10. apríl. Urðu þar fagnaðarfundir og nutu bæði núverandi og fyrrverandi kennarar samverustundarinnar.
Auk þess að drekka saman kaffi og gæða sér á kræsingum, hlýddu gestir á stutta dagskrá.

Þrír nemendur stigu á stokk, þau Sif Káradóttir, Grímur Chunkuo Ólafsson og Arnar Gísli Sæmundsson, en Suncana Slamnig sá um undirleikinn. Þá söng kennarakórinn tvö lög sem tengdust gestunum. Bæði lögin voru í útsetningu Ásgeirs Sigurðssonar, annað lagið var eftir Sigfús Ólafsson og texti hins lagsins eftir Hjört Þórarinsson. Kolbrún Berglind flutti gullmola úr kennslustundum og […]

Tíu dropar með eldri borgurum tónlistarskólans2019-04-12T15:47:49+00:00

Ánægjuleg uppskera – verðlaunahafar á Nótunni

2019-04-11T09:57:17+00:00

Lokatónleikar Nótunnar, uppskeruhátíðar tónlistarskólanna, fóru fram í Hofi á Akureyri 6. apríl. Á tónleikunum léku tónlistarskólanemendur sem valdir höfðu verið úr hópi hundruða flytjenda á fernum svæðistónleikum Nótunnar í mars, en um 70 nemendur komu fram á lokatónleikunum í 24 atriðum.

Lokatónleikarnir voru einstaklega fjölbreyttir og skemmtilegir, því þarna mátti heyra nemendur á ýmsum námsstigum flytja mjög ólík verkefni s.s. einleik á ýmis hljóðfæri, sinfóníuhljómsveit, þungarokkssveit, söngleikja- og óperusöng, dúetta og tríó af ýmsu tagi svo eitthvað sé nefnt. 10 atriði fengu verðlaunagrip Nótunnar fyrir frammistöðuna og endurspegluðu verðlaunin þá fjölbreytni sem einkenndi dagskrána.

Tónlistarskóli Árnesinga átti tvö atriði á lokatónleikunum í Hofi […]

Ánægjuleg uppskera – verðlaunahafar á Nótunni2019-04-11T09:57:17+00:00

Mið- og framhaldsdeildartónleikarnir – unun á að hlýða

2019-03-29T08:40:54+00:00

Tvennir miðdeildar- og framhaldsdeildartónleikar voru haldnir í sal skólans á Selfossi 25. og 26. mars sl. Þessar tvær deildir eru mjög öflugar í vetur og skilaði það sér vel á tónleikunum.

Var unun að heyra nemendurna leika og fylgjast með hve tónn og túlkun er orðin þjálfuð hjá þessum nemedahópi.

Nemendur og kennarar fá bæði þakkir og hrós fyrir vandaðan undirbúning og flutning.

 

Á myndunum má sjá káta nemendur og kennara að afloknum vel heppnuðum tónleikum.

  

Guðmunur Pálsson ásamt fiðlunemendum.          […]

Mið- og framhaldsdeildartónleikarnir – unun á að hlýða2019-03-29T08:40:54+00:00

Námskeiðahald með nemendum

2019-03-20T16:43:54+00:00

Auk hefðbundinnar kennslu standa nemendum oft til boða, námskeið af ýmsu tagi. Má þar nefna Suzuki-námskeið og upprifjunardagar, meistaranámskeið og landsmót blásara- og strengjasveita með alls konar námskeiðahaldi.

Nýverið voru haldin tvö skemmtileg og fræðandi námskeið í tónlistarskólanum.

Þann 14. mars var haldið  námskeið í tali og tónum, um rytmíska tónlist fyrir nemendur í rytmísku, gítar- og fiðlunámi. Námskeiðið var í umsjón Björns Thoroddsen, Unnar Birnu Björnsdóttur, Skúla Gíslasonar og Sigurgeirs Skafta Flosasonar. Kynntu þau ýmsar tónlistartegundir, léku nokkur lög og ræddu við nemendur um tónlistina og framkomu á tónleikum og svöruðu spurningum áheyrenda.

Þann 18. mars var svo haldið fræðsluerindi með nemendum í framhaldsnámi […]

Námskeiðahald með nemendum2019-03-20T16:43:54+00:00

Glæsilegur árangur á svæðistónleikum Nótunnar

2019-03-18T10:44:15+00:00

Sl. laugardag fóru fram svæðistónleikar Nótunnar fyrir Suðurland, Suðurnes og Kragann og átti Tónlistarskóli Árnesinga fjögur atriði á dagskrá. Á tónleikunum kepptu tónlistarskólanemendur um þátttökurétt á lokatónleikum Nótunnar, sem að þessu sinni verða haldnir í Hofi á Akureyri 6. apríl.

Nemendur Tónlistarskóla Árnesinga stóðu sig allir afskaplega vel og voru skólanum til mikils sóma. Þá var uppskeran ríkuleg, því tvö af atriðum skólans komust áfram á lokatónleikana.

Fulltrúar Tónlistarskóla Árnesinga í Hofi þann 6. apríl verða:

Eyrún Huld Ingvarsdóttir, sem leikur 1. þátt úr konsert í a-moll eftir Antonio Vivaldi á fiðlu, við undirleik Einars Bjarts Egilssonar og

Rytmasveitin No Sleep, en hana skipa Gylfi […]

Glæsilegur árangur á svæðistónleikum Nótunnar2019-03-18T10:44:15+00:00

Fulltrúar Tónlistarskóla Árnesinga á svæðistónleikum Nótunnar

2019-03-04T12:58:59+00:00

Á Degi tónlistarskólanna 9. febrúar, fengu áheyrendur það skemmtilega verkefni að velja lög/flytjendur sem þóttu skara framúr á hverjum tónleikum. Deildarstjórar völdu úr þeim nemandahópi, fulltrúa Tónlistarskóla Árnesinga til þátttöku á svæðistónleika Nótunnar í Salnum Kópavogi, laugard. 16. mars.

Valið var vandasamt, enda stóðu allir flytjendur sig afskaplega vel.

Eftirtaldir nemendur urðu fyrir valinu, hvert úr sínum flokki:
Hrafnkell Örn Blöndal Barkarson, píanó – frumsamið verk
Eyrún Huld Ingvarsdóttir, fiðla – einleikur
Sædís Lind Másdóttir, söngur – einsöngur
Rytmasveitin No Sleep (Gylfi Þór Ósvaldsson rafgítar, Jakob Unnar Sigurðarson rafbassi, Valgarður Uni Arnarson rafgítar og Þröstur Ægir Þorsteinsson trommur) – samspil, opinn flokkur.

Við óskum þessum nemendum góðs gengis á […]

Fulltrúar Tónlistarskóla Árnesinga á svæðistónleikum Nótunnar2019-03-04T12:58:59+00:00

Fiðla að gjöf

2019-02-22T16:28:10+00:00

Tónlistarskóli Árnesinga fær alltaf af og til gefins hljóðfæri, nótnabækur og annað sem tengist tónlistarnámi.

Nýjasta búbótin er fiðla sem skólinn fékk að gjöf frá Ísólfi Gíslasyni í Hveragerði, núna í febrúar.

Tónlistarskólinn þakkar Ísleifi þann hlýhug sem fylgir þessari góðu gjöf, en fiðlan mun án efa nýtast efnilegum fiðlunemendum skólans á komandi árum.

 

Fiðla að gjöf2019-02-22T16:28:10+00:00

Frá Degi tónlistarskólanna 9. febrúar

2019-02-18T10:19:06+00:00

Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur um land allt sl. laugardag 9. febrúar.

Tónlistarskóli Árnesinga stóð fyrir 6 svæðistónleikum í tilefni dagsins og komu fram alls um 300 nemendur.

Tónleikar voru haldnir í Aratungu, Félagsheimilinu Flúðum, Þorlákskirkju, Hveragerðiskirkju og tvennir tónleikar í sal Tónlistarskólans á Selfossi.

 

Efnisskráin var mjög fjölbreytt og þema vetrarins (sampil þriggja og fleiri) skilaði sér skemmtilega inn í tónleikadagskrána. M.a. mátti sjá „píanóhringekjur“ þar sem píanónemendur léku lagasyrpur á tvö píanó, ýmsa ólíka samspilshópa auk fjölda einleikara.

Stóðu nemendur sig afskaplega vel og fallegur bragur yfir öllum tónleikunum. Kennarar eiga líka hrós skilið fyrir gott utanumhald, en þeir skiptu með sér verkum […]

Frá Degi tónlistarskólanna 9. febrúar2019-02-18T10:19:06+00:00

Suzuki-píanóupprifjunardagur

2019-02-22T16:28:52+00:00

Sunnudaginn 27. janúar var haldinn Suzuki-píanóupprifjunardagur í Tónlistarskóla Árnesinga.

Allir nemendur stóðu sig mjög vel og eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna.

Suzuki-píanóupprifjunardagur2019-02-22T16:28:52+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi