Suzuki-útskriftartónleikar

2019-11-21T13:32:20+00:00

Laugardaginn 16. og miðvikud. 20. nóvember voru haldnir þrennir Suzuki-útskriftartónleikar.  Fram komu blokkflautu-, gítar-, fiðlu- og sellónemendur sem útskrifuðust allt frá fyrstu tilbrygðum upp í 5. Suzuki-bók.

Það er alltaf jafn gaman að fylgjast með nemendum stíga sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni, fylgjast með þeim eflast með hverju árinu og sjá þá svo blómstra í efri útskriftum.

Meðleikari á öllum tónleikunum var Einar Bjartur Egilsson. Innilegar hamingjuóskir til nemenda, kennara og foreldra.

        

Suzuki-útskriftartónleikar2019-11-21T13:32:20+00:00

Glæsilegir deildatónleikar að baki

2019-11-16T11:50:41+00:00

Deildatónleikar tónlistarskólans, sjö talsins, voru haldnir í byrjun nóvember. Þessir tónleikar eru alltaf spennandi því þarna koma fram allar hljómsveitir og samspilshópar skólans. Tónleikarnir í ár voru engin undantekning þar á, dagskráin fjölbreytt og skemmtileg og nemendur voru sér og skólanum til sóma. – Sannkölluð veisla.

Blásaradeildartónleikar 30. október

 

Blokkflautudeildartónleikar 4. nóvember

[…]

Glæsilegir deildatónleikar að baki2019-11-16T11:50:41+00:00

Listin að stjórna

2019-11-15T15:40:12+00:00

Þriðja hvert ár, hefur Tónlistarskóli Árnesinga boðið nemendum í framhaldsdeild upp á námskeið sem heitir „Listin að stjórna“.

Á námskeiðinu læra nemendur undirstöðuatriði varðandi hljómsveitar- og kórstjórn, ásamt því að kynnast útsetningum.

Góður hópur nemenda sækir þetta skemmtilega námskeið í vetur, undir styrkri stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar.

    

Listin að stjórna2019-11-15T15:40:12+00:00

Deildatónleikaröð Tónlistarskóla Árnesinga

2019-11-01T14:05:08+00:00

Deildatónleikaröð Tónlistarskóla Árnesinga inniheldur sjö tónleika og standa þeir til 11. nóvember 2019.

Á tónleikunum koma fram allar hljómsveitir og samspilshópar skólans auk margra smærri samleiksatriða og einleikara. Alls má reikna með að um 300 nemendur hafi stigið á svið þegar tónleikaröðinni lýkur.

Blásaradeildartónleikarnir í Sunnulækjarskóla 30. október sl., voru mjög fjölbreyttir eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Nemendur stóðu sig með mikilli prýði og eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna.

Sjá má upplýsingar um komandi tónleika hér á heimasíðunni, en aðgangur er öllum opinn og frítt inn. Áhugasömum veitist hér einstakt tækifæri til að fá innsýn í starfsemi Tónlistarskóla Árnesinga.

[…]

Deildatónleikaröð Tónlistarskóla Árnesinga2019-11-01T14:05:08+00:00

Orda blokkflautukeppni

2019-10-29T16:47:59+00:00

Tveir blokkflautunemendur, Kristín Viðja Vernharðsdóttir og Elín Karlsdóttir tóku þátt í Orda-blokkflautukeppni í Amsterdam dagana 24. – 27. október.

Að fá tækifæri til að taka þátt í keppni sem þessari er heilmikið æfintýri og mjög lærdómsríkt, en báðar fengu þær frábærar umsagnir frá dómnefndinni.

Auk þess að leika sjálfar sóttu stúlkurnar fjölda tónleika, m.a. hjá Lucie Horsch blokkflautuleikara.

     

 

Orda blokkflautukeppni2019-10-29T16:47:59+00:00

Upprifjunardagur Suzuki-píanónemenda

2019-10-29T15:02:30+00:00

Suzuki-píanónemendur (sem lokið hafa bók 1) mættu á upprifjunardag sunnudaginn 13. október, í tónlistarskólanum á Selfossi.

Á upprifjunardegi eru leikin lög sem nemendur hafa lært í Suzukináminu. Þeir sem hafa lært lengst leika öll lögin á dagskránni, en þeir sem skemur eru komnir á veg leika þau lög sem þeir hafa náð tökum á.

Upprifjunardagarnir eru alltaf skemmtilegir, en um leið krefjandi. Það var því stoltur hópur sem stillti sér upp til myndatöku í dagslok.

    

Upprifjunardagur Suzuki-píanónemenda2019-10-29T15:02:30+00:00

Hljóðfærakynningar í grunnskólum

2019-10-30T10:33:31+00:00

Kennarar Tónlistarskóla Árnesinga skiptast á að heimsækja alla nemendur í 2. bekk í grunnskólum sýslunnar með hljóðfærakynningar. Hver bekkur fær fimm heimsóknir yfir veturinn þar sem nemendum eru kynntir mismunandi hljóðfæraflokkar. Í hverri kynningu fá nemendur sögubrot, upplýsingar um hvernig hljóðfærin virka, heyra leikin lög, prófa sjálf hljóðfærin – og að auki eru sungin þrjú lög sem fylgja öllum hljóðfærakynningum vetrarins. Í vetur syngja nemendur lögin: Dvel ég í draumahöll, Krummi svaf í klettagjá og Tónlistarskólalagið.

Það er tekið afskaplega vel á móti tónlistarkennurunum þegar þeir mæta í heimsóknirnar og börnin mjög áhugasöm. Verkefnið hefur því verið gefandi fyrir alla sem að […]

Hljóðfærakynningar í grunnskólum2019-10-30T10:33:31+00:00

Með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands

2019-09-24T12:52:28+00:00

Tveir nemendur Tónlistarskóla Árnesinga léku með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónleikum sveitarinnar sunnudaginn 22. september sl. Þetta voru Katrín Birna Sigurðardóttir á selló og Elísabet Anna Dudziak á fiðlu. Stóðu þær sig með miklum sóma á tónleikunum, en þess má geta að Katrín Birna var leiðari sellódeildar.

Að baki er prufuspil, langur undirbúningstími og þéttar æfingar – og uppskeran 9. sinfónía Beethovens í Eldborgarsal Hörpu, undir stjórn Daniel Raiskin.

Tónleikarnir voru einstaklega skemmtilegir. Auk hljómsveitarinnar komu fram sex kórar og fjórir einsöngvarar og voru í allt um 300 flytjendur á sviði. Frábært tækifæri fyrir alla þá nemendur sem tóku þátt.

[…]

Með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands2019-09-24T12:52:28+00:00

Þrír söngnemendur útskrifaðir

2019-05-22T14:48:35+00:00

Þrír söngnemendur luku framhaldsprófi frá tónlistarskólanum í maí, með glæsilegum framhaldsprófstónleikum.

Þetta voru þær Berglind María Ólafsdóttir, Unnur Þórisdóttir og Sædís Lind Másdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan stóra námsáfanga.

Hér má sjá þær stöllur syngja saman lokalag tónleikanna.

Þrír söngnemendur útskrifaðir2019-05-22T14:48:35+00:00

Stórskemmtileg „Allskynsópera“ Tónlistarskóla Árnesinga

2019-05-22T14:45:39+00:00

Allskynsópera Tónlistarskóla Árnesinga

10. og 11. maí setti Tónlistarskóli Árnesinga upp hina stórskemmtilegu „Allskynsóperu“ á Stokkseyri.

Haldnar voru þrjár sýningar og skemmtu bæði flytjendur og áheyrendur sér konunglega, um leið og þeir nutu vandaðs tónlistarflutnings nemenda.

Handritshöfundur og aðalstjórnandi Allskynsóperunnar var Guðmundur Kristmundsson, en alls tóku um 150 nemendur, í hljómsveitum og samspilshópum, einsöngvarar og söngfuglar þátt undir stjórn sinna kennara og stjórnenda.

Nemendum og kennurum eru færðar kærar þakkir fyrir glæsilega óperu!

Um leið er foreldrum í nýstofnuðu Suzuki-foreldrafélagi þakkað innilega fyrir nestismál og annað utanumhald milli tónleika.

[…]

Stórskemmtileg „Allskynsópera“ Tónlistarskóla Árnesinga2019-05-22T14:45:39+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi