Suzuki-útskriftartónleikar
2019-11-21T13:32:20+00:00Laugardaginn 16. og miðvikud. 20. nóvember voru haldnir þrennir Suzuki-útskriftartónleikar. Fram komu blokkflautu-, gítar-, fiðlu- og sellónemendur sem útskrifuðust allt frá fyrstu tilbrygðum upp í 5. Suzuki-bók.
Það er alltaf jafn gaman að fylgjast með nemendum stíga sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni, fylgjast með þeim eflast með hverju árinu og sjá þá svo blómstra í efri útskriftum.
Meðleikari á öllum tónleikunum var Einar Bjartur Egilsson. Innilegar hamingjuóskir til nemenda, kennara og foreldra.