Með Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna
2020-01-28T08:30:26+00:00Laugardaginn 25. janúar léku þrír nemendur Tónlistarskóla Árnesinga með Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna, í Langholtskirkju í Reykjavík. Þetta voru þau Hildur Tanja Karlsdóttir, Ingibjörg Óafsdóttir og Óttar Pétursson. Þau mættu á 12 æfingar til Reykjavíkur í janúar, og þrátt fyrir köflótt veðurfar gekk æfingadagskráin upp.
Að fá tækifæri til að taka þátt í stóru verkefni sem þessu (með um 80 öðrum flytjendum) er mjög eflandi og ómetanlegt fyrir nemendur. Á dagskrá voru þrjú verk. Pequene Czarda eftir Iturralde, Danzón nr. 2 eftir Márquez og þættir úr Camensvítum I og II eftir Bizet.
Stjórnandi tónleikanna var Guðmundur Óli Gunnarsson, en til gamans má geta þessa að […]