Með Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna

2020-01-28T08:30:26+00:00

Laugardaginn 25. janúar léku þrír nemendur Tónlistarskóla Árnesinga með Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna, í Langholtskirkju í Reykjavík. Þetta voru þau Hildur Tanja Karlsdóttir, Ingibjörg Óafsdóttir og Óttar Pétursson. Þau mættu á 12 æfingar til Reykjavíkur í janúar, og þrátt fyrir köflótt veðurfar gekk æfingadagskráin upp.

Að fá tækifæri til að taka þátt í stóru verkefni sem þessu (með um 80 öðrum flytjendum) er mjög eflandi og ómetanlegt fyrir nemendur. Á dagskrá voru þrjú verk. Pequene Czarda eftir Iturralde, Danzón nr. 2 eftir Márquez og þættir úr Camensvítum I og II eftir Bizet.

Stjórnandi tónleikanna var Guðmundur Óli Gunnarsson, en til gamans má geta þessa að […]

Með Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna2020-01-28T08:30:26+00:00

Strengjasveit með kertatónleika í Listasafni Árnesinga

2019-12-27T11:13:24+00:00

Strengjasveit með kertatónleika í Listasafni Árnesinga

18. desember hélt eldri strengjasveit undir stjórn Guðmundar Kristmundssonar, árlega kertatónleika í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Það skapast alltaf skemmtileg stemning á þessum tónleikum þar sem leikið er við kertaljós og aðrar týrur, því allt verður svo notalega kyrrt og hlustun eflist um leið.

Strengjasveitin fékk með sér góða gesti í ár, því sönghópur skólans tók þátt í tveimur verkum og Kristín Viðja Vernharðsdóttir lék einleik á blokkflautu í einu verkanna. Hvort tveggja mjög gott krydd á tónleikana. Við þökkum Ingu á Listasafninu fyrir að taka svo vel á móti okkur.

[…]

Strengjasveit með kertatónleika í Listasafni Árnesinga2019-12-27T11:13:24+00:00

Blokkflautusveitin á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands

2019-12-17T10:37:12+00:00

Helgina 14. og 15. desember tók eldri blokkflautusveit skólans (skipuð 10 blokkflautuleikurum og fjórum slagverksleikurum) þátt í fernum jólatónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu. Þetta var mikið ævintýri og mjög spennandi verkefni að takast á við. Hópurinn stóð sig afskaplega vel og fékk hann mikið hrós fyrir frammistöðuna, fallegan leik og sviðsframkomu.

Á meðfylgjandi myndum má sjá hópinn á æfingu í Hörpu og í konsertklæðum á tónleikadag.

  

  […]

Blokkflautusveitin á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands2019-12-17T10:37:12+00:00

Dásamlegur flutningur í Seltjarnarneskirkju

2019-12-11T10:12:50+00:00

Eyrún Huld Ingvarsdóttir, nemandi Tónlistarskóla Árnesinga, lék einleik á fiðlu með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í Seltjarnarneskirkju 30. nóvember sl.

Á tónleikunum komu fram tveir einleikarar sem valdir voru úr hópi þátttakenda á lokahátíð Nótunnar (uppskeruhátíð tónlistarskólanna) sl. vor, þær Eyrún Huld og Þórunn Sveinsdóttir frá Allegro Suzukitónlistarskólanum. Kennari Eyrúnar er Guðmundur Pálsson fiðlukennari og til gamans má geta þess að Þórunn er barnabarn Guðmundar Kristmundssonar fiðlukennara við Tónlistarskóla Árnesinga 🙂

Flutningur Eyrúnar var mjög fallegur, öruggur og blæbrigðaríkur. Vorum við afskaplega stolt af þessum glæsilega fulltrúa skólans.

Meðfylgjandi eru myndir af Eyrúnu Huld og Þórunni að afloknum tónleikum.

[…]

Dásamlegur flutningur í Seltjarnarneskirkju2019-12-11T10:12:50+00:00

Reglur vegna óveðurs og ófærðar

2019-12-11T08:19:05+00:00

11. desember 2019. Foreldrar eru beðnir um að meta hvort nemandi mætir, út frá aðstæðum.

Reglur vegna óveðurs og ófærðar

Skólasvæði Tónlistarskóla Árnesinga nær yfir alla Árnessýslu. Af þeim sökum getur verið misjafnt milli kennslustaða hvort kennsla falli niður eða ekki, bresti á óveður. Eftirfarandi reglur eru því hafðar að leiðarljósi:

  1. Falli kennsla niður í grunnskóla vegna óveðurs eða ófærðar, fellur kennsla tónlistarskólans líka niður á sama grunnskólasvæði.
  2. Komist nemandi ekki í kennslustund vegna óveðurs eða ófærðar, ber honum að tilkynna forföll.
  3. Komist kennari ekki til kennslu vegna óveðurs eða ófærðar, tilkynnir tónlistarskólinn um forföll.
Reglur vegna óveðurs og ófærðar2019-12-11T08:19:05+00:00

Kennsla felld niður frá kl. 15:00, 10. des.

2020-01-29T09:19:53+00:00

Vegna afleitrar veðurspár fellur öll kennsla niður í Tónlistarskóla Árnesinga frá kl. 15.00 í dag, 10. desember.

Kennsla felld niður frá kl. 15:00, 10. des.2020-01-29T09:19:53+00:00

Lúðrasveitamaraþon í Hörpu

2019-11-18T09:27:24+00:00

Sunnudaginn 17. nóvember tóku eldri blásarasveitir Tónlistarskóla Árnesinga á Selfossi og í Þorlákshöfn, þátt í lúðrasveitamaraþoni í Silfurbergi í Hörpu. Fram komu skólalúðrasveitir af öllu landinu og léku frá kl. 11 – 18. Blásarasveitirnar okkar fluttu sameiginlega efnisskrá og gaman að sjá sveitirnar sameinaðar í þessu skemmtilega verkefni. Frammistaðan var til fyrirmyndar eins og vænta mátti.

 

Lúðrasveitamaraþon í Hörpu2019-11-18T09:27:24+00:00

Píanóhringekja og heimsókn

2019-11-18T09:24:00+00:00

Laugardaginn 16. nóvember fékk skólinn góða gesti, þegar 30 píanónemendur úr Tónskóla Sigursveins komu í heimsókn, ásamt fjórum kennurum. Hópurinn tók strætó á Selfoss og mætti um kl. 10:00 í tónlistarskólann, þar sem píanónemendur og kennarar TÁ tóku á móti þeim. Fyrir hádegi voru æfð fjórhent og sexhent lög í öllum stofum, þá kom stuttur útileikjatími í vetrarblíðunni í Sigtúnsgarði og loks píanó-hringekjutónleikar í sal skólans. Í lok dagskrár komu allir saman og fengu sér pizzu áður en haldið var heim á ný. Við þökkum nemendum og kennurum Tónskóla Sigursveins innilega fyrir komuna.

[…]

Píanóhringekja og heimsókn2019-11-18T09:24:00+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi