Gjöf til skólans
2020-10-06T10:37:17+00:00Tónlistarskóla Árnesinga berast af og til gjafir frá velunnurum.
Þannig var það þegar Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, foreldri og nemandi við skólann, kom færandi hendi á dögunum með þráðlausan Sennheiser míkrófón og mixer. Gjöfina sagði hún vera í minningu bróður síns Sigurðar Björnssonar, sem lést 2006, „var mikill tónlistaraðdáandi, elskaði Bítlana og hlustað mikið á tónlist“.
Ætlunin er að tækin nýtist bæði rytmísku- og söngdeildinni og er andvirði hennar um 70.000 krónur.
Við þökkum Ingibjörgu Elsu innilega fyrir gjöfina og hlýhug til tónlistarskólans.
Við afhendingu gjafarinnar 1. október 2020