Jólaspilamennska í desember
2024-12-20T11:19:12+00:00Nemendur og kennarar fóru að vanda í desember út í samfélagið og léku jólalög og aðra fallega tónlist fyrir samborgarana.
Fjölmargir viðburðir voru skráðir undir þessum þætti í skólastarfinu. Má þar nefna heimsóknir á hjúkrunarheimili, leikskóla, kirkjur, verslanir, opin hús, bekkjartónleika í grunnskólum og viðburði þar sem óskað var eftir tónlistarflutningi. Þá tóku margir nemendur og kennarar tónlistarskólans virkan þátt í Litlu-jólum grunnskólanna 19. og 20. desember og léku undir dansi í kringum jólatré.
Við þökkum fyrir ljúfar móttökur á öllum þeim stöðum sem við heimsóttum!
/Helga Sighv.
Heimsókn […]