Nemendur og kennarar Tónlistarskola Ánesinga koma víða við utan skólans.
Þar má nefna heimsóknir á hjúkrunarheimili á haustönn, spilamennska á ýmsum stöðum í desember og hljóðfærakynningar í grunnskólunum á vorönn: Bekkjatónleikar eru að verða fastur liður í sífellt fleiri grunnskólum sýslunnar. Á þessum tónleikum koma fram nemendur í tónlistarnámi og leika fyrir bekkjarfélagana. Þessi hefð hefur lengi verið í gangi t.d. í Hveragerði í desember, en nú hafa Stekkjaskóli og Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri tekið þetta upp með formlegum hætti. Myndirnar hér fyrir neðan eru frá bekkatónleikum á Stokkseyri 6. mars.
/Helga Sighv.