Barnadjass – Námskeið Odd André

Barnadjass – Námskeið Odd André

Laugardaginn 14. janúar sóttu nokkrir kennarar skólans námskeið um djasskennslu fyrir börn á aldrinum 9 – 11 ára, sem haldið var í húsnæði tónlistarskólans á Selfossi. Í lok námskeiðsins bættust 14 nemendur við (á ýmsum hljóðfærum) og fengu leiðsögn í að spila djass eftir eyranu og að spinna. Skemmtilegt námskeið sem gaf kennurum nokkur góð viðbótarverkfæri inn í kennsluna.

Kennari var Odd André Elveland, en hann mætti með einn nemanda frá Noregi og nokkra nemendur úr Mosfellsbæ, sem léku bæði fyrir kennarana og með nemendum á námskeiðinu.

/Helga Sighv.

2023-01-27T08:25:23+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi