About helga

This author has not yet filled in any details.
So far helga has created 138 blog entries.

Fjölbreytt tónleikahald í nóvember

2021-12-01T16:00:02+00:00

Tónleikahald í nóvember hefur verið mjög líflegt og skemmtilegt, þó fresta hafi þurft stærstu viðburðum haustannar eins og strengja- og söngdeildatónleikum.

Fyrstu tónleikar haustsins voru rytmískir deildartónleikar þann 5. nóvember. Svo hafa tekið við hverjir tónleikarnir á fætur öðrum, bæði hausttónleikar kennaranna og deildatónleikar.

Það hefur verið dásamlegt að fá tækifæri til að heyra aftur í nemendunum og sjá hvað kennarar hafa náð góðum árangri með nemendum sínum. Efnisskrár tónleikanna hafa verið mjög fjölbreyttar og nemendur staðið sig afskaplega vel.

Til hamingju bæði nemendur og kennarar!

[…]

Fjölbreytt tónleikahald í nóvember2021-12-01T16:00:02+00:00

Rytmískir deildartónleikar – fjölbreytt dagskrá

2021-11-11T08:32:10+00:00

Fyrstu tónleikar haustsins voru rytmískir deildartónleikar, haldnir í sal skólans á Selfossi þann 5. nóvember. Efnisskráin var mjög fjölbreytt, en fram komu nokkur rytmísk samspil, sum krydduð með fiðlu og söng, þjóðlagaskotin samspil og einleiksatriði á gítar og trommur. Stóðu nemendur sig afskaplega vel og uppskeran glæsileg.

Rytmískir deildartónleikar – fjölbreytt dagskrá2021-11-11T08:32:10+00:00

Samæfing söngfugla

2021-11-05T10:50:54+00:00

Sameiginleg æfing söngfugla varð loks að veruleika þann 21. október, þegar söngfluglar frá Flúðum, Hveragerði og Selfossi hittust eftir langa bið. Söngfuglar eru 10 – 15 ára nemendur sem fá söngþjálfun í litlum hópum og var sungið af hjartans list undir stjórn Magneu Gunnarsdóttur og Margrétar S. Stefánsdóttur.

Allt starf stærri hópa og sameiginleg verkefni hafa verið þung í skauti sl. tvö ár og því voru nemendur og kennarar mjög þakklátir fyrir að geta loks hist og sungið saman.

Samæfing söngfugla2021-11-05T10:50:54+00:00

Net-Nótan 2021

2021-10-20T15:48:23+00:00

Tónlistarskóli Árnesinga tók þátt í Nótunni 2021  (uppskeruhátíð tónlistarskólanna á landsvísu).

Vegna Covid var Nótan óhefðbundin. Ekki var efnt til tónleikahalds um allt land með lokatónleikum í Hörpu eins og hefð er fyrir, heldur var efnt til samstarfs við N4 um að taka við upptökum frá tónlistarskólum víðs vegar að af landinu. N4 setti saman þrjá þætti undir heitinu Net-Nótan (Netnótan – N4). Í 3. þætti má sjá brot úr atriði Tónlistarskóla Árnesinga, en á vef Kennarasambands Íslands má finna myndbandið í heild sinni Suðurland og Suðurnes | Kennarasamband Íslands (ki.is).

Fulltrúi Tónlistarskóla Árnesinga var strengjakvartett skipaður þeim Arndísi Hildi Tyrfingsdóttur […]

Net-Nótan 20212021-10-20T15:48:23+00:00

Tónleikahald í upphafi skólaárs

2021-10-04T14:08:39+00:00

Skólaárið fer vel af stað og erum við þakklát fyrir að tónleikahald fer líka af stað með eðlilegum hætti að þessu sinni.

Nemendur skólans hafa komið fram við skólasetningar grunnskóla, í útvarpsmessu, á kennaraþingi tónlistarskólakennara, með Ungsveit SÍ í Hörpu o.fl.

 

Á kennaraþinginu 24. september á Hótel Örk léku þau Guðbergur Davíð Ágústsson á gítar og Eyrún Huld Ingvarsdóttir á fiðlu við píanóundirleik Einars Bjarts Egilssonar.

    

 

Á glæsilegum tónleikum með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 26. september léku tveir fiðlunemendur, þær Hildur Tanja Karlsdóttir og Elísabet […]

Tónleikahald í upphafi skólaárs2021-10-04T14:08:39+00:00

Líflegt vor – tónleikahald

2021-06-04T13:15:52+00:00

Vortónleikar / Suzukiútskriftir

Það hefur lítið farið fyrir opinberum tónleikum allt sl. ár. Við fengum smá tónleikaglugga í mars þar sem náðist að halda mið- og framhaldsdeildartónleika og eina framhaldsprófstónleika með nokkrum tónleikagestum. Að öðru leiti hefur tónleikum verið þannig háttað að nemendur hafa leikið hver fyrir annan og/eða tónleikar teknir upp og upptökur sendar til foreldra.

Það hefur því verið mjög ánægjulegt núna í maí, þegar slaknaði á sóttvarnarráðstöfunum, að við höfum aftur getað boðið foreldrum á tónleika. Maímánuður hefur verið mjög líflegur með fjölda smátónleika um alla sýslu auk framhaldsprófstónleikanna tveggja í byrjun mánaðar. Þá hafa Suzukiútskriftartónleikar aftur verið haldnir með […]

Líflegt vor – tónleikahald2021-06-04T13:15:52+00:00

Þrennir glæsilegir framhaldsprófstónleikar í vor

2021-05-18T09:11:39+00:00

Þrennir glæsilegir framhaldsprófstónleikar frá Tónlistarskóla Árnesinga

Þrír nemendur ljúka námi við Tónlistarskóla Árnesinga núna í vor með framhaldsprófi. Það eru þær Íris Beata Dudziak á píanó, Katrín Birna Sigurðardóttir á selló og Arndís Hildur Tyrfingsdóttir á víólu.

Lokatónleikar nemendanna þriggja í vor voru sérlega glæsilegir, flytjendum og kennurum þeirra til mikils sóma.  Auk einleiksatriða lék píanókvintett skólans verk eftir Dvorák, en kvintettinn skipa próftakarnir þrír og fiðlunemendurnir Elísabet Anna Dudziak og Ingibjörg Ólafsdóttir. Píanómeðleikur var í höndum Einars Bjarts Egilssonar.

Tónleikarnir fóru allir fram í Hveragerðiskirkju, en vegna Covid voru þeir ekki auglýstir opinberlega eins og vant er, heldur aðeins opnir boðsgestum.

Við óskum Írisi, […]

Þrennir glæsilegir framhaldsprófstónleikar í vor2021-05-18T09:11:39+00:00

Skólinn lokaður 25. og 26. mars

2021-04-08T10:25:55+00:00

Kæru nemendur og foreldrar

Vegna tilskipana sóttvarnaryfirvalda og ráðuneyta verður Tónlistarskóli Árnesinga lokaður og engin kennsla fimmtudaginn 25. mars og föstud. 26. mars. Páskafrí tekur við af þessum dögum.

Við sendum ykkur upplýsingar um hvaða skipulag tekur við eftir páskafrí, þegar ljóst er hvaða reglur gilda um skólahald frá 6. apríl.

Gleðilega páska!

 

Skólinn lokaður 25. og 26. mars2021-04-08T10:25:55+00:00

Suzuki-útskriftir á ýmis hljóðfæri

2021-03-23T09:08:09+00:00

Þann 17. mars voru haldnir Suzuki-útskriftartónleikar þar sem nemendur á fiðlu, víólu, selló, gítar og píanó útskrifuðust úr Suzukibókum.

Fjölbreytt dagskrá þar sem margir stigu sín fyrstu spor á tónleikasviðinu – og stóðu sig vel 🙂

Suzuki-útskriftir á ýmis hljóðfæri2021-03-23T09:08:09+00:00

Glæsilegir framhaldsprófstónleikar Írisar Beötu

2021-03-23T08:41:22+00:00

Íris Beata Dudziak, lauk framhaldsprófi í píanóleik með tilheyrandi framhaldsprófstónleikum í Hveragerðiskirkju þann 16. mars. Flutti Íris glæsilega einleiksdagskrá sem lauk með samleiksatriði með strengjakvartett skólans. Við óskum Írisi innilega til hamingju með þennan stóra áfanga og frábæra frammistöðu. Íris stundaði lengst af píanónám við Tónlistarskóla Rangæinga, en Ester Ólafsdóttir píanókennari leiddi hana síðasta spölinn hér hjá okkur.

 

Glæsilegir framhaldsprófstónleikar Írisar Beötu2021-03-23T08:41:22+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi