Framhaldsprófstónleikar Arnars Gísla og Elísabetar Önnu
2022-09-29T15:37:10+00:00Tveir nemendur útskrifuðust frá Tónlistarskóla Árnesinga í vor með framhaldspróf – og héldu tilheyrandi tónleika sem báðir fóru fram í Hveragerðiskirkju. Tónleikar beggja útskriftarnemendanna voru afskaplega glæsilegir og skemmtilegir. Áheyrendur sem fylltu Hveragerðiskirkju, klöppuðu nemendum og öðrum flyjendum lof í lófa í lok tónleikanna.
Þriðjud. 17. maí hélt Arnar Gísli Sæmundsson söngtónleika, en aðrir flytjendur voru Ester Ólafsdóttir píanómeðleikari og sönghópur undir stjórn Margrétar S. Stefánsdóttur, sem jafnframt var söngkennari Arnars Gísla.
Fimmtud. 19. maí hélt Elísabet Anna Dudziak, fiðlutónleika. Aðrir flytjendur voru Miklós Dalmay píanómeðleikari, Hildur Tanja Karlsdóttir og Eyrún Huld Ingvarsdóttir fiðluleikarar. Fiðlukennari Elísabetar Önnu […]