About helga

This author has not yet filled in any details.
So far helga has created 138 blog entries.

Framhaldsprófstónleikar Arnars Gísla og Elísabetar Önnu

2022-09-29T15:37:10+00:00

Tveir nemendur útskrifuðust frá Tónlistarskóla Árnesinga í vor með framhaldspróf – og héldu tilheyrandi tónleika sem báðir fóru fram í Hveragerðiskirkju. Tónleikar beggja útskriftarnemendanna voru afskaplega glæsilegir og skemmtilegir. Áheyrendur sem fylltu Hveragerðiskirkju, klöppuðu nemendum og öðrum flyjendum lof í lófa í lok tónleikanna.

Þriðjud. 17. maí hélt Arnar Gísli Sæmundsson söngtónleika, en aðrir flytjendur voru Ester Ólafsdóttir píanómeðleikari og sönghópur undir stjórn Margrétar S. Stefánsdóttur, sem jafnframt var söngkennari Arnars Gísla.

 

Fimmtud. 19. maí hélt Elísabet Anna Dudziak, fiðlutónleika. Aðrir flytjendur voru Miklós Dalmay píanómeðleikari, Hildur Tanja Karlsdóttir og Eyrún Huld Ingvarsdóttir fiðluleikarar. Fiðlukennari Elísabetar Önnu […]

Framhaldsprófstónleikar Arnars Gísla og Elísabetar Önnu2022-09-29T15:37:10+00:00

Vínarbrauðstónleikar strengjadeildar fyrir fullu húsi

2022-05-03T13:07:37+00:00

Vínarbrauðstónleikar strengjadeildar fóru fram í Félagsheimilinu Árnesi sunnud. 1. maí. Á þessum skemmtilegu tónleikum komu fram báðar strengjasveitir skólans, sellóhópur og allir starfandi fiðlu-, víólu- og selló-Suzukihópar. Eldri strengjasveit hefur haft samstarf við aðra tónlistarskóla í vetur og léku því nemendur úr Tónlistarskóla Rangæinga, Tónskóla Sigursveins og Allegro Suzukitónlistarskólanum með hljómsveitinni.

Vínarbrauðstónleikar hafa átt fastan sess í tónleikahaldi skólans og voru þetta 20. vínarbrauðstónleikar strengjadeildar. – Heilmikil tónlistarhátíð sem endaði að vanda með  vínarbrauði og öðru kruðeríi í dagskrárlok.

[…]

Vínarbrauðstónleikar strengjadeildar fyrir fullu húsi2022-05-03T13:07:37+00:00

Skólaheimsókn frá Snæfellsbæ og námskeið

2022-05-03T12:56:56+00:00

Föstudaginn 22. apríl fékk Tónlistarskóli Árnesinga ánægjulega heimsókn frá Tónlistarskóla Snæfellsbæjar. Á ferð voru skólastjóri, kennarar, eldri söngnemendur og nokkrir makar á ferð um Suðurland. Margrét S. Stefánsdóttir söngkennari Tónlsk. Árn. hélt söngnámskeið fyrir gestina þar sem unnið var með tækniæfingar, raddbeytingu o.fl. Þrír nemendur Margrétar sungu og gáfu sýnishorn um þau atriði sem unnið var með. Að lokum fengu gestirnir stuttan fyrirlestur um starfsemi Tónlistarskóla Árnesinga.

Samstarf tónlistarskóla er alltaf mjög gefandi. Heimsóknir og upplýsingagjöf, námskeiðahald, samæfingar hljómsveita og samspilshópa, æfingabúðir o.fl. Allt eflir þetta starf skólanna og gefur nemendum og kennurum færi á að upplifa og læra eitthvað nýtt. Samstarf […]

Skólaheimsókn frá Snæfellsbæ og námskeið2022-05-03T12:56:56+00:00

Framhaldsdeildartónleikarnir – vandaður flutningur

2022-03-29T09:02:03+00:00

Framhaldsdeildartónleikar fóru fram 25. mars í sal skólans á Selfossi. Á tónleikunum komu fram nemendur sem hafa lokið miðprófi. Var mjög ánægjulegt að hlýða á þróttmikinn og vandaðan hljóðfæraleik nemendanna. Eins og á fyrri tónleikum marsmánaðar var þakklæti gestum og flytjendum ofarlega í huga, enda tækifæri til tónleikahalds undanfarið verið mun færri en í venjulegu ári.

Á myndinni má sjá nemendur og meðleikara sem fram komu á tónleikunum ásamt kennurum, að tónleikum loknum.

Framhaldsdeildartónleikarnir – vandaður flutningur2022-03-29T09:02:03+00:00

Skemmtilegir svæðistónleikar Nótunnar í Salnum Kópavogi

2022-03-21T14:37:21+00:00

Svæðistónleikar Nótunnar (uppskeruhátíðar tónlistarskóla) fóru fram í Salnum í Kópavogi laugard. 19. mars. Á tónleikunum komu fram nemendur frá Suðurlandi, Suðurnesjum og úr Kraganum, þ.á.m. þrjú atriði frá Tónlistarskóla Árnesinga:

Rytmíska sveitin ÍSA-tríó, flutti lagið So what eftir Miles Davis, en sveitina skipa þeir Ívar Dagur Sævarsson rafgítar, Arilíus Smári Orrason, rafbassi og Samúel Guðmundsson trommur,

Arnar Gísli Sæmundsson söng við undirleik Margrétar S. Stefánsdóttur lagið Parla più piano eftir Nino Rota úr kvikmyndinni Guðföðurnum og

þrír gítarleikarar, þeir Albert Hellsten Högnason, Ásgeir Ægir Gunnarsson og Guðbergur Davíð Ágústsson léku Partial Eclipse eftir Richard Charlton.

Allir stóðu nemendurnir sig afskaplega vel og skólanum til mikils sóma. […]

Skemmtilegir svæðistónleikar Nótunnar í Salnum Kópavogi2022-03-21T14:37:21+00:00

Hljóðfærakynningar í grunnskólum Árnessýslu

2022-03-29T09:05:44+00:00

Deildarstjórar og kennarar Tónlistarskóla Árnesinga heimsækja núna nemendur í 2. bekk allra grunnskóla Árnessýslu með hljóðfærakynningar.

Hver skóli fær fimm heimsóknir í allt, en í hverri heimsókn er lögð áhersla á ákveðinn hljóðfæraflokk. Í fyrstu heimsókn er klassískur gítar og rytmísku hljóðfærin kynnt, í annarri heimsókn koma strengjahljóðfæri, þá tréblásturshljóðfæri og loks málmblásturshljóðfæri. Í lokatímanum er píanóið kynnt, farið í upprifjun og sungið, eins og reyndar í öllum heimsóknunum.

Við þökkum innilega fyrir hlýjar móttökur í grunnskólunum!

Frá hljóðfærakynningum fyrir nemendur í Vallaskóla og í Reykholti.

Hljóðfærakynningar í grunnskólum Árnessýslu2022-03-29T09:05:44+00:00

Miðdeildartónleikarnir skemmtilegir að vanda

2022-03-18T13:21:08+00:00

Miðdeildartónleikar fóru fram 17. mars í sal skólans á Selfossi. Skemmtilega fjölbreytt dagskrá bæði efnislega og hvað hljóðfæri varðar – og greinilegt að nemendur eru farnir að ná góðum tökum á hljóðfærin á þessu stigi. Nemendum og kennurum var klappað lof í lófa í lok tónleika.

Nemendur og kennarar að afloknum miðdeildartónleikum.

Miðdeildartónleikarnir skemmtilegir að vanda2022-03-18T13:21:08+00:00

Söngdeildartónleikar í Selfosskirkju

2022-03-14T14:11:43+00:00

Söngdeildartónleikar fóru fram 10. mars í Selfosskirkju og var gleðin nær áþreifanleg á tónleikunum. Þessir tónleikar áttu upphaflega að fara fram í desember, en höfðu frestast og frestast vegna covid og ófærðar.

Á tónleikunum kom fram breiður nemendahópur allt frá byrjendum til nemenda sem stefna á námslok í vor. Þá sungu tveir sönghópar, þ.e. söngfuglar, skipaðir yngri söngnemendum frá Flúðum, Selfossi og Hveragerði og eldri sönghópur skipaður einsöngsnemendum. – Yndisleg stund.

Sönghópur                […]

Söngdeildartónleikar í Selfosskirkju2022-03-14T14:11:43+00:00

Nýr ritari 1. mars

2022-03-14T13:33:25+00:00

Nýr ritari tók til starfa 1. mars sl. þegar Anna Jónsdóttir tók við keflinu af Guðrúnu Helgadóttur.
Um leið og við þökkum Guðrúnu innilega fyrir ánægjulegt samstarf sl. ár, bjóðum við Önnu hjartanlega velkomna og óskum henni allra heilla í nýja starfinu.

Guðrún og Anna

Nýr ritari 1. mars2022-03-14T13:33:25+00:00

Jólakveðja Tónlistarskóla Árnesinga

2022-01-06T07:59:59+00:00

Það var lítið um hefðbundna jólaspilamennsku í desember vegna Covid. Samt sem áður náðum við mjög skemmtilegu verkefni með um 60 nemendum og kennurum þann 16. desember þegar fram fóru upptökur á jólakveðju Tónlistarskóla Árnesinga 2021. Vegna fjöldatakmarkana var nemendum skipt í fimm hæfilega stóra hópa sem teknir voru upp hver fyrir sig.

Margir kennarar undirbjuggu nemendur og aðstoðuðu við upptökur.

 

Með jólakveðju Tónlistarskóla Árnesinga sendum við nemendum og fjölskyldum þeirra óskir um gleðileg jól og gott nýtt ár.

Takk fyrir allar góðar stundir á árinu sem er að líða 😊

 

Jólakveðjan er undir þessari slóð: Jólakveðja Tónlistarskóla Árnesinga

[…]

Jólakveðja Tónlistarskóla Árnesinga2022-01-06T07:59:59+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi