Þátttaka í október-menningarmánuði í Árborg
2023-01-27T08:27:41+00:00Október var mjög líflegur hvað tónleikahald varðar, því nemendur og kennarar T.Á. komu víða fram í tilefni menningarmánuðar í Árborg.
Má þar nefna trompet og orgelleik í Eyrarbakkakirkju, málmblásaratríó í Mathöllinni, söng og lútuleik í kvöldmessu og fiðlu-kósýstund í Selfosskirkju, söng- og rytmískasveit á Sviðinu í miðbæ Selfoss þar sem fram komu nemendur úr listaskólum í Árborg, hrekkjavöku-strengjastund á bókasafninu og blokkflautuleik á 170 ára afmælishátíð í Barnaskólanum á Stokkseyri.
Nemendum og kennurum eru færðar bestu þakkir fyrir góða þátttöku í dagskrá menningarmánaðarins.
/Helga Sighv.
[…]