About helga

This author has not yet filled in any details.
So far helga has created 134 blog entries.

Frá mið- og framhaldsdeildatónleikum

2024-03-15T17:18:14+00:00

Mið- og framhaldsdeildartónleikar voru haldnir 12. og 14. mars í hátíðarsal Stekkjaskóla og í Hveragerðiskirkju.

Nemendur stóðu sig afskaplega vel á báðum tónleikunum, þar sem fjölbreytt dagskrá og falleg framkoma nemendanna fékk notið sín í góðum hljómburði á báðum stöðum.

Nemendur, kennarar og meðleikarar fá hjartans þakkir fyrir allan undirbúninginn og frábæra frammistöðu á tónleikunum.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá báðum tónleikum.

/Helga Sighv.

 

Frá miðdeildartónleikum:

  

[…]

Frá mið- og framhaldsdeildatónleikum2024-03-15T17:18:14+00:00

Erlendir gestir heimsækja tónlistarskólann

2024-03-15T16:46:29+00:00

Tónlistarskólinn fær reglulega hópa erlendra gesta í heimsókn.

12. mars sl. kom hópur nemenda frá Berlín, sem stundar nám vegna starfa við aðhlynningu. Íslandsheimsókn er hluti námsins og heimsækja nemendur ýmsa skóla og stofnanir sem tengjast viðfangsefninu. Í tónlistarskólanum fá gestirnir upplýsingar um starfsemi skólans og tónlistarkennslu á Íslandi og fá um leið tækifæri til samtals um áhrif tónlistariðkunar á heilann og líðan.

Á myndinni má sjá hópinn að afloknu erindi.

/Helga Sighv.

 

Erlendir gestir heimsækja tónlistarskólann2024-03-15T16:46:29+00:00

Nemendaheimsókn frá Færeyjum

2024-03-14T11:10:06+00:00

Nemendaheimsókn. Hópur færeyskra blokkflautunemenda heimsótti Tónlistarskóla Árnesinga helgina 8. – 10. mars, ásamt kennara sínum Lailu Nielsen. Blokkflautusveitir TÁ tóku á móti gestunum og æfðu nemendur allir saman nokkur íslensk og færeysk lög í útsetningu Lailu. Á laugardeginum skoðaði hópurinn Geysi og Gullfoss og endaði svo á að spila í Skálholtskirkju. Heimsókninni lauk með tónleikum á Selfossi á sunnudeginum þar sem þjóðlögin voru flutt og hver sveit flutti líka sitt efni.

Skemmtileg og lærdómsrík helgi var að baki, en samstarf af þessu tagi er alltaf mjög gefandi fyrir alla þátttakendur.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingahelginni.

/Helga Sighv.

[…]

Nemendaheimsókn frá Færeyjum2024-03-14T11:10:06+00:00

Bekkjatónleikar og fleira skemmtilegt

2024-03-07T10:33:59+00:00

Nemendur og kennarar Tónlistarskola Ánesinga koma víða við utan skólans.

Þar má nefna heimsóknir á hjúkrunarheimili á haustönn, spilamennska á ýmsum stöðum í desember og hljóðfærakynningar í grunnskólunum á vorönn:  Bekkjatónleikar eru að verða fastur liður í sífellt fleiri grunnskólum sýslunnar. Á þessum tónleikum koma fram nemendur í tónlistarnámi og leika fyrir bekkjarfélagana. Þessi hefð hefur lengi verið í gangi t.d. í Hveragerði í desember, en nú hafa Stekkjaskóli og Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri tekið þetta upp með formlegum hætti. Myndirnar hér fyrir neðan eru frá bekkatónleikum á Stokkseyri 6. mars.

/Helga Sighv.

[…]

Bekkjatónleikar og fleira skemmtilegt2024-03-07T10:33:59+00:00

Tónleikar söngnemenda ásamt Sólrúnu Bragadóttur og Jóni Sigurðssyni

2024-03-07T09:24:23+00:00

Tónleikar söngnemenda ásamt Sólrúnu Bragadóttur og Jóni Sigurðssyni voru haldnir 28. febrúar. Sólrún og Jón fluttu fjölbreytta söngdagskrá og á milli stigu þrír söngnemendur skólans á svið til skiptis.

Það er alltaf gefandi að fá að undirbúa tónleika með atvinnutónlistarmönnum, en allt slíkt samstarf kryddar skólastarfið og gefur mikið af sér til nemendanna. Þetta samstarf heldur áfram í apríl, þegar söngnemendur sækja meistaranámskeið hjá Sólrúnu og Jóni.

Nemendur sem komu fram á tónleikunum voru þau Karolina Konieczna, Kristína G. Guðnadóttir og Davíð Art Sigurðsson.

Við þökkum gestum og flytjendum innilega fyrir skemmtilega kvöldstund.

/Helga Sighv.

[…]

Tónleikar söngnemenda ásamt Sólrúnu Bragadóttur og Jóni Sigurðssyni2024-03-07T09:24:23+00:00

Jólakveðja tónlistarskólans

2024-03-07T09:10:53+00:00

Jólakveðja tónlistarskólans 2023 var tekin upp 13. desember. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir.

– – –

Starfsfólk Tónlistarskóla Árnesinga óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla með þökkum fyrir árið sem er að líða.

Jólakveðjuna í ár flytja hjóðfæra- og söngnemendum skólans ásamt kennurum.

Lagið er Gleði og friðarjól eftir Magnús Eiríksson í útsetningu Jóhanns I. Stefánssonar.

Einsöngvari er Rúnar Baldvin Felixson.

 

Sjá hér: https://fb.watch/p5GL7ro2L0/

Megi árið 2024 verða ykkur gæfuríkt og farsælt á tónlistarbrautinni.

– – –

Að vanda koma margir kennarar að undirbúningi, flutningi og upptökum jólakveðjunnar:

Margrét S. Stefánsdóttir stjórnaði söngfuglum og söngvurum

Vignir Ólafsson stjórnaði rytmísku bandi og lék á rafgítar

Örlygur Benediktsson lék á klarínettu

Ulle Hahndorf lék á selló

Stefán I. Þórhallsson lék á trommu og sá um upptökur

Jóhann I. Stefánsson sá um útsetningar og upptökur

Guðmundur […]

Jólakveðja tónlistarskólans2024-03-07T09:10:53+00:00

Jólaball Suzukideildar

2024-03-07T08:50:00+00:00

Jólaball Suzukideildar er alltaf skemmtilegur viðburður í skólahaldinu. Þar koma saman allir Suzuki-nemendur, leika jólalögin saman og hvert fyrir annað. Jólasveinninn kemur í heimsókn, dansað er í kringum jólatré og að lokum fá nemendur og aðstandendur smákökur og safa.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá jólaballinu.

[…]

Jólaball Suzukideildar2024-03-07T08:50:00+00:00

Hausttónleikar og Suzuki-útskriftir

2023-12-01T14:22:28+00:00

Hausttónleikar skólans fóru nær allir fram í nóvember, þar sem nemendur komu fram hver hjá sínum kennara. Þá útskrifuðust nokkrir nemendur úr Suzuki-bókum á tónleikum.

Það er mjög gaman að fá tækifæri til að hlýða á alla þessa tónleika og finna um leið hve starf kennaranna er faglegt og metnaðarfullt.

Nemendur hafa staðið sig afskaplega vel og spennandi að fylgjast með framförum þeirra milli ára.

Hér má sjá nokkarar myndir frá hausttónleikum.

/Helga Sighv.

[…]

Hausttónleikar og Suzuki-útskriftir2023-12-01T14:22:28+00:00

Píanódeildartónleikar í Aratungu

2023-12-01T13:13:38+00:00

Skemmtilegir píanódeildartónleikar voru haldnir í félagsheimilinu Aratungu, þar sem fram komu nemendur á öllum námsstigum ýmist sem einleikarar eða í samleik. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr Aratungu.

Takk fyrir góða frammistöðu á tónleikunum kæru nemendur og takk fyrir allan undirbúninginn kæru kennarar!

/ Helga Sighv.

[…]

Píanódeildartónleikar í Aratungu2023-12-01T13:13:38+00:00

Deildatónleikar í Stekkjaskóla og við Eyraveg

2023-11-13T14:22:22+00:00

Hljóðfæradeildir tónlistarskólans halda sína deildatónleika í nóvember, en á þeim komu fram allar hljómsveitir og samspilshópar auk fjölda smærri samleiksatriða og einleiks.

Blásara-, blokkflautu-, gítar- og strengjadeildatónleikar voru haldnir í nýjum sal Stekkjaskóla sem var mjög gleðilegur viðburður, því þarna opnaðist glæsilegur tónleikasalur – bjartur og fallegur með góðum hljómburði, sem tekur vel 150 manns í sæti. Það var ánægjulegt að fá tækifæri til að hlusta á ólíka hljóðfærahópa í þessum nýja sal og heyra hvað hann skilaði vel öllum tónlistarflutningi. Við óskum Árborgarbúum til hamingju með þessa góðu búbót!

Rytmísku deildartónleikarnir voru haldnir í sal skólans við Eyraveginn og gaman að heyra hvernig þessi […]

Deildatónleikar í Stekkjaskóla og við Eyraveg2023-11-13T14:22:22+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi