About helga

This author has not yet filled in any details.
So far helga has created 123 blog entries.

Námskeiðahald með nemendum

2019-03-20T16:43:54+00:00

Auk hefðbundinnar kennslu standa nemendum oft til boða, námskeið af ýmsu tagi. Má þar nefna Suzuki-námskeið og upprifjunardagar, meistaranámskeið og landsmót blásara- og strengjasveita með alls konar námskeiðahaldi.

Nýverið voru haldin tvö skemmtileg og fræðandi námskeið í tónlistarskólanum.

Þann 14. mars var haldið  námskeið í tali og tónum, um rytmíska tónlist fyrir nemendur í rytmísku, gítar- og fiðlunámi. Námskeiðið var í umsjón Björns Thoroddsen, Unnar Birnu Björnsdóttur, Skúla Gíslasonar og Sigurgeirs Skafta Flosasonar. Kynntu þau ýmsar tónlistartegundir, léku nokkur lög og ræddu við nemendur um tónlistina og framkomu á tónleikum og svöruðu spurningum áheyrenda.

Þann 18. mars var svo haldið fræðsluerindi með nemendum í framhaldsnámi […]

Námskeiðahald með nemendum2019-03-20T16:43:54+00:00

Glæsilegur árangur á svæðistónleikum Nótunnar

2019-03-18T10:44:15+00:00

Sl. laugardag fóru fram svæðistónleikar Nótunnar fyrir Suðurland, Suðurnes og Kragann og átti Tónlistarskóli Árnesinga fjögur atriði á dagskrá. Á tónleikunum kepptu tónlistarskólanemendur um þátttökurétt á lokatónleikum Nótunnar, sem að þessu sinni verða haldnir í Hofi á Akureyri 6. apríl.

Nemendur Tónlistarskóla Árnesinga stóðu sig allir afskaplega vel og voru skólanum til mikils sóma. Þá var uppskeran ríkuleg, því tvö af atriðum skólans komust áfram á lokatónleikana.

Fulltrúar Tónlistarskóla Árnesinga í Hofi þann 6. apríl verða:

Eyrún Huld Ingvarsdóttir, sem leikur 1. þátt úr konsert í a-moll eftir Antonio Vivaldi á fiðlu, við undirleik Einars Bjarts Egilssonar og

Rytmasveitin No Sleep, en hana skipa Gylfi […]

Glæsilegur árangur á svæðistónleikum Nótunnar2019-03-18T10:44:15+00:00

Fulltrúar Tónlistarskóla Árnesinga á svæðistónleikum Nótunnar

2019-03-04T12:58:59+00:00

Á Degi tónlistarskólanna 9. febrúar, fengu áheyrendur það skemmtilega verkefni að velja lög/flytjendur sem þóttu skara framúr á hverjum tónleikum. Deildarstjórar völdu úr þeim nemandahópi, fulltrúa Tónlistarskóla Árnesinga til þátttöku á svæðistónleika Nótunnar í Salnum Kópavogi, laugard. 16. mars.

Valið var vandasamt, enda stóðu allir flytjendur sig afskaplega vel.

Eftirtaldir nemendur urðu fyrir valinu, hvert úr sínum flokki:
Hrafnkell Örn Blöndal Barkarson, píanó – frumsamið verk
Eyrún Huld Ingvarsdóttir, fiðla – einleikur
Sædís Lind Másdóttir, söngur – einsöngur
Rytmasveitin No Sleep (Gylfi Þór Ósvaldsson rafgítar, Jakob Unnar Sigurðarson rafbassi, Valgarður Uni Arnarson rafgítar og Þröstur Ægir Þorsteinsson trommur) – samspil, opinn flokkur.

Við óskum þessum nemendum góðs gengis á […]

Fulltrúar Tónlistarskóla Árnesinga á svæðistónleikum Nótunnar2019-03-04T12:58:59+00:00

Fiðla að gjöf

2019-02-22T16:28:10+00:00

Tónlistarskóli Árnesinga fær alltaf af og til gefins hljóðfæri, nótnabækur og annað sem tengist tónlistarnámi.

Nýjasta búbótin er fiðla sem skólinn fékk að gjöf frá Ísólfi Gíslasyni í Hveragerði, núna í febrúar.

Tónlistarskólinn þakkar Ísleifi þann hlýhug sem fylgir þessari góðu gjöf, en fiðlan mun án efa nýtast efnilegum fiðlunemendum skólans á komandi árum.

 

Fiðla að gjöf2019-02-22T16:28:10+00:00

Frá Degi tónlistarskólanna 9. febrúar

2019-02-18T10:19:06+00:00

Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur um land allt sl. laugardag 9. febrúar.

Tónlistarskóli Árnesinga stóð fyrir 6 svæðistónleikum í tilefni dagsins og komu fram alls um 300 nemendur.

Tónleikar voru haldnir í Aratungu, Félagsheimilinu Flúðum, Þorlákskirkju, Hveragerðiskirkju og tvennir tónleikar í sal Tónlistarskólans á Selfossi.

 

Efnisskráin var mjög fjölbreytt og þema vetrarins (sampil þriggja og fleiri) skilaði sér skemmtilega inn í tónleikadagskrána. M.a. mátti sjá „píanóhringekjur“ þar sem píanónemendur léku lagasyrpur á tvö píanó, ýmsa ólíka samspilshópa auk fjölda einleikara.

Stóðu nemendur sig afskaplega vel og fallegur bragur yfir öllum tónleikunum. Kennarar eiga líka hrós skilið fyrir gott utanumhald, en þeir skiptu með sér verkum […]

Frá Degi tónlistarskólanna 9. febrúar2019-02-18T10:19:06+00:00

Suzuki-píanóupprifjunardagur

2019-02-22T16:28:52+00:00

Sunnudaginn 27. janúar var haldinn Suzuki-píanóupprifjunardagur í Tónlistarskóla Árnesinga.

Allir nemendur stóðu sig mjög vel og eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna.

Suzuki-píanóupprifjunardagur2019-02-22T16:28:52+00:00

Dagur tónlistarskólanna 9. febrúar – tónleikaröð

2019-02-05T13:25:24+00:00

Dagur tónlistarskólanna 9. febrúar 2019

Dagur tónlistarskólanna er haldinn hátíðlegur um allt land laugard. 9. febrúar.

Í tilefni dagsins stendur Tónlistarskóli Árnesinga fyrir sex svæðistónleikum í Árnessýslu.

11:00 Félagsheimilið Aratungu – Nemendur úr Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi

11:00 Eyravegur 9, Selfossi

13:00 Eyravegur 9, Selfossi

13:00 Félagsheimilið Flúðum – Nemendur úr Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi

15:00 Þorlákskirkja – Nemendur úr Þorlákshöfn, frá Stokkseyri og Eyrarbakka

17:00 Hveragerðiskirkja

– Aðgangur er ókeypis og […]

Dagur tónlistarskólanna 9. febrúar – tónleikaröð2019-02-05T13:25:24+00:00

Tónleikahald í desember

2018-12-21T10:21:04+00:00

Í desember flögruðu nemendur og kennarar vítt og breitt um samfélagið og léku jólalög og aðra fallega tónlist fyrir samborgarana. Má þar nefna Litlu-jól leik- og grunnskóla, opin hús í skólum, heimsóknir á hjúkrunarheimili og öldrunarstofnanir, vinnustofur fatlaðra, á fundi og ráðstefnur, í verslanir og stofnanir – og svo mætti lengi telja. Alls um 60 viðburðir.
Á meðal viðburða voru kertatónleikar eldri strengjasveitar 16. desember í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Einstaklega falleg stund í listrænu umhverfi og ekki annað hægt en að vera mjög stoltur af.
– Takk fyrir allan dugnaðinn í desember kæru nemendur og kennarar!

[…]

Tónleikahald í desember2018-12-21T10:21:04+00:00

Dásamlegir deildatónleikar

2018-12-21T10:01:27+00:00

Deildatónleikaröð tónlistarskólans stóð yfir dagana 1. – 9. nóvember. Stór hluti nemenda skólans kom fram á tónleikunum, sem þátttakendur í samspilshópum og hljómsveitum skólans, sem einleikarar og einsöngvarar.

Það var einstaklega ánægjulegt að fylgjast með öllum þessum ólíku tónleikum sem voru bæði nemendum og kennurum til mikils sóma. Eiga allir hlutaðeigendur hrós skilið fyrir frábæra vinnu við undirbúning og flutning. – Dásamlegt þversnið af starfsemi skólans.

[…]

Dásamlegir deildatónleikar2018-12-21T10:01:27+00:00

Strengjamót á Akureyri

2018-12-11T14:14:42+00:00

Strengjamót var haldið á Akureyri dagana 2. – 4. nóvember. Frá Tónlistarskóla Árnesinga fóru 10 duglegir strengjanemendur og tveir kennarar (sem jafnframt stjórnuðu hljómsveitum á mótinu), auk foreldra sem héldu þétt utan um hópinn.

Akureyringar stóðu einstaklega vel að allri umgjörð mótsins. Æfingar fóru fram á fjórum stöðum í bænum, en lokatónleikar voru haldnir í glæsilegum aðalsal Menningarhússins Hofs.

– Heim snéri glaður hópur að móti loknu, með góðar minningar í farteskinu og nýja ferska tónlistarneista í huga og höndum.

 

(Mynd frá strengjadeildartónleikum 2018)

Strengjamót á Akureyri2018-12-11T14:14:42+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi