About helga

This author has not yet filled in any details.
So far helga has created 123 blog entries.

Blokkflautusveitin á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands

2019-12-17T10:37:12+00:00

Helgina 14. og 15. desember tók eldri blokkflautusveit skólans (skipuð 10 blokkflautuleikurum og fjórum slagverksleikurum) þátt í fernum jólatónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu. Þetta var mikið ævintýri og mjög spennandi verkefni að takast á við. Hópurinn stóð sig afskaplega vel og fékk hann mikið hrós fyrir frammistöðuna, fallegan leik og sviðsframkomu.

Á meðfylgjandi myndum má sjá hópinn á æfingu í Hörpu og í konsertklæðum á tónleikadag.

  

  […]

Blokkflautusveitin á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands2019-12-17T10:37:12+00:00

Dásamlegur flutningur í Seltjarnarneskirkju

2019-12-11T10:12:50+00:00

Eyrún Huld Ingvarsdóttir, nemandi Tónlistarskóla Árnesinga, lék einleik á fiðlu með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í Seltjarnarneskirkju 30. nóvember sl.

Á tónleikunum komu fram tveir einleikarar sem valdir voru úr hópi þátttakenda á lokahátíð Nótunnar (uppskeruhátíð tónlistarskólanna) sl. vor, þær Eyrún Huld og Þórunn Sveinsdóttir frá Allegro Suzukitónlistarskólanum. Kennari Eyrúnar er Guðmundur Pálsson fiðlukennari og til gamans má geta þess að Þórunn er barnabarn Guðmundar Kristmundssonar fiðlukennara við Tónlistarskóla Árnesinga 🙂

Flutningur Eyrúnar var mjög fallegur, öruggur og blæbrigðaríkur. Vorum við afskaplega stolt af þessum glæsilega fulltrúa skólans.

Meðfylgjandi eru myndir af Eyrúnu Huld og Þórunni að afloknum tónleikum.

[…]

Dásamlegur flutningur í Seltjarnarneskirkju2019-12-11T10:12:50+00:00

Reglur vegna óveðurs og ófærðar

2019-12-11T08:19:05+00:00

11. desember 2019. Foreldrar eru beðnir um að meta hvort nemandi mætir, út frá aðstæðum.

Reglur vegna óveðurs og ófærðar

Skólasvæði Tónlistarskóla Árnesinga nær yfir alla Árnessýslu. Af þeim sökum getur verið misjafnt milli kennslustaða hvort kennsla falli niður eða ekki, bresti á óveður. Eftirfarandi reglur eru því hafðar að leiðarljósi:

  1. Falli kennsla niður í grunnskóla vegna óveðurs eða ófærðar, fellur kennsla tónlistarskólans líka niður á sama grunnskólasvæði.
  2. Komist nemandi ekki í kennslustund vegna óveðurs eða ófærðar, ber honum að tilkynna forföll.
  3. Komist kennari ekki til kennslu vegna óveðurs eða ófærðar, tilkynnir tónlistarskólinn um forföll.
Reglur vegna óveðurs og ófærðar2019-12-11T08:19:05+00:00

Kennsla felld niður frá kl. 15:00, 10. des.

2020-01-29T09:19:53+00:00

Vegna afleitrar veðurspár fellur öll kennsla niður í Tónlistarskóla Árnesinga frá kl. 15.00 í dag, 10. desember.

Kennsla felld niður frá kl. 15:00, 10. des.2020-01-29T09:19:53+00:00

Lúðrasveitamaraþon í Hörpu

2019-11-18T09:27:24+00:00

Sunnudaginn 17. nóvember tóku eldri blásarasveitir Tónlistarskóla Árnesinga á Selfossi og í Þorlákshöfn, þátt í lúðrasveitamaraþoni í Silfurbergi í Hörpu. Fram komu skólalúðrasveitir af öllu landinu og léku frá kl. 11 – 18. Blásarasveitirnar okkar fluttu sameiginlega efnisskrá og gaman að sjá sveitirnar sameinaðar í þessu skemmtilega verkefni. Frammistaðan var til fyrirmyndar eins og vænta mátti.

 

Lúðrasveitamaraþon í Hörpu2019-11-18T09:27:24+00:00

Píanóhringekja og heimsókn

2019-11-18T09:24:00+00:00

Laugardaginn 16. nóvember fékk skólinn góða gesti, þegar 30 píanónemendur úr Tónskóla Sigursveins komu í heimsókn, ásamt fjórum kennurum. Hópurinn tók strætó á Selfoss og mætti um kl. 10:00 í tónlistarskólann, þar sem píanónemendur og kennarar TÁ tóku á móti þeim. Fyrir hádegi voru æfð fjórhent og sexhent lög í öllum stofum, þá kom stuttur útileikjatími í vetrarblíðunni í Sigtúnsgarði og loks píanó-hringekjutónleikar í sal skólans. Í lok dagskrár komu allir saman og fengu sér pizzu áður en haldið var heim á ný. Við þökkum nemendum og kennurum Tónskóla Sigursveins innilega fyrir komuna.

[…]

Píanóhringekja og heimsókn2019-11-18T09:24:00+00:00

Suzuki-útskriftartónleikar

2019-11-21T13:32:20+00:00

Laugardaginn 16. og miðvikud. 20. nóvember voru haldnir þrennir Suzuki-útskriftartónleikar.  Fram komu blokkflautu-, gítar-, fiðlu- og sellónemendur sem útskrifuðust allt frá fyrstu tilbrygðum upp í 5. Suzuki-bók.

Það er alltaf jafn gaman að fylgjast með nemendum stíga sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni, fylgjast með þeim eflast með hverju árinu og sjá þá svo blómstra í efri útskriftum.

Meðleikari á öllum tónleikunum var Einar Bjartur Egilsson. Innilegar hamingjuóskir til nemenda, kennara og foreldra.

        

Suzuki-útskriftartónleikar2019-11-21T13:32:20+00:00

Glæsilegir deildatónleikar að baki

2019-11-16T11:50:41+00:00

Deildatónleikar tónlistarskólans, sjö talsins, voru haldnir í byrjun nóvember. Þessir tónleikar eru alltaf spennandi því þarna koma fram allar hljómsveitir og samspilshópar skólans. Tónleikarnir í ár voru engin undantekning þar á, dagskráin fjölbreytt og skemmtileg og nemendur voru sér og skólanum til sóma. – Sannkölluð veisla.

Blásaradeildartónleikar 30. október

 

Blokkflautudeildartónleikar 4. nóvember

[…]

Glæsilegir deildatónleikar að baki2019-11-16T11:50:41+00:00

Listin að stjórna

2019-11-15T15:40:12+00:00

Þriðja hvert ár, hefur Tónlistarskóli Árnesinga boðið nemendum í framhaldsdeild upp á námskeið sem heitir „Listin að stjórna“.

Á námskeiðinu læra nemendur undirstöðuatriði varðandi hljómsveitar- og kórstjórn, ásamt því að kynnast útsetningum.

Góður hópur nemenda sækir þetta skemmtilega námskeið í vetur, undir styrkri stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar.

    

Listin að stjórna2019-11-15T15:40:12+00:00

Deildatónleikaröð Tónlistarskóla Árnesinga

2019-11-01T14:05:08+00:00

Deildatónleikaröð Tónlistarskóla Árnesinga inniheldur sjö tónleika og standa þeir til 11. nóvember 2019.

Á tónleikunum koma fram allar hljómsveitir og samspilshópar skólans auk margra smærri samleiksatriða og einleikara. Alls má reikna með að um 300 nemendur hafi stigið á svið þegar tónleikaröðinni lýkur.

Blásaradeildartónleikarnir í Sunnulækjarskóla 30. október sl., voru mjög fjölbreyttir eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Nemendur stóðu sig með mikilli prýði og eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna.

Sjá má upplýsingar um komandi tónleika hér á heimasíðunni, en aðgangur er öllum opinn og frítt inn. Áhugasömum veitist hér einstakt tækifæri til að fá innsýn í starfsemi Tónlistarskóla Árnesinga.

[…]

Deildatónleikaröð Tónlistarskóla Árnesinga2019-11-01T14:05:08+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi