Stórskemmtileg „Allskynsópera“ Tónlistarskóla Árnesinga

Allskynsópera Tónlistarskóla Árnesinga

10. og 11. maí setti Tónlistarskóli Árnesinga upp hina stórskemmtilegu „Allskynsóperu“ á Stokkseyri.

Haldnar voru þrjár sýningar og skemmtu bæði flytjendur og áheyrendur sér konunglega, um leið og þeir nutu vandaðs tónlistarflutnings nemenda.

Handritshöfundur og aðalstjórnandi Allskynsóperunnar var Guðmundur Kristmundsson, en alls tóku um 150 nemendur, í hljómsveitum og samspilshópum, einsöngvarar og söngfuglar þátt undir stjórn sinna kennara og stjórnenda.

Nemendum og kennurum eru færðar kærar þakkir fyrir glæsilega óperu!

Um leið er foreldrum í nýstofnuðu Suzuki-foreldrafélagi þakkað innilega fyrir nestismál og annað utanumhald milli tónleika.

2019-05-22T14:45:39+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi