2024-11-23T00:00:00+00:00
Loading Events
This event has passed.

Tónlistarskóli Árnesinga festi kaup á sembal sl. vor. Hljóðfærið er keypt frá Klinkhammer-sembalverkstæðinu í Hollandi og fyrirmyndin er semball frá um 1700. Þetta eykur möguleika skólans umtalsvert að flytja renesans- og barokktónlist (16. – 18. aldar tónlist), þar sem söngur, blokkflautur og fleiri hljóðfæri fá notið sín með sembalnum.

Semballinn verður notaður í fyrsta sinn á tónleikum Nordic Affect í Stokkseyrarkirkju 15. október kl. 20:00 (Guðrún Óskarsdóttir leikur á sembalinn). Með Nodic Affect koma að auki fram Ian Wilson blokkflautuleikari og Eyjólfur Eyjólfsson söngvari og langspilsleikari, sem einnig er kennari við tónlistarskólann.

Tónleikarnir eru hluti af Menningarmánuðinum október í Árborg.

/Helga Sighv.

 

Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi