2024-12-28T00:00:00+00:00
Loading Events
This event has passed.

Í tilefni af 50 ára afmæli Samtaka tónlistarskólastjóra (STS) efna samtökin til málþings í Kaldalóni í Hörpu föstudaginn 27. september.

Yfirskrift málþingsins er „Framtíð tónlistarskólanna – hvert stefnum við ? “ – sjá dagskrá málþingsins í meðfylgjandi auglýsingu:  4MÁLÞING-A3+POSTER CV

Fulltrúar stjórnvalda, menningarmála, háskólasamfélagsins, tónlistarkennara, foreldra, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og ÚTÓN hafa verið kallaðir til, til að heyra um væntingar þeirra til tónlistarskólanna og framtíðarsýn. Marc Erkens, sem hélt hrífandi tónleikafyrirlestur fyrir STS félaga í Belgíu sl. haust, mun einnig koma fram á málþinginu.

Fjölbreytt atriði koma frá tónlistarskólunum og tvíeykið vinsæla „Hundur í óskilum“ mun skemmta gestum.

Aðgangur að málþinginu er ókeypis og öllum opinn.

Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi