Páskafrí
Páskafrí verður dagana 9. – 18. apríl.
Sumardagurinn fyrsti – frí
Sumardagurinn fyrsti verður 21. apríl. – Öll kennsla fellur niður sumardaginn fyrsta.
Vínarbrauðstónleikar strengjadeildar í Árnesi
Vínarbrauðstónleikar strengjadeildar verða haldnir í Félagsheimilinu Árnesi sunnud. 1. maí. Á þessum skemmtilegu tónleikum koma fram strengjasveitir skólans, sellóhópur og allir starfandi fiðlu-, víólu- og selló-Suzukihópar. Vínarbrauðstónleikar hafa átt fastan sess í tónleikahaldi skólans og verið haldnir nær óslitið í 20 ár. - Heilmikil strengjatónlistarhátíð. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!
Skólaslit á kennslustöðum í maí
Skólaslit verða aftur með hefðbundnu sniði í vor, eftir tveggja ára hlé. Á hverjum kennslustað eru haldin skólaslit með tónlistarflutningi og afhendingu prófskírteina. Dagskrá skólaslitanna er skemmtilega ólík og ræðst það af nemendafjölda. Á minnstu kennslustöðunum leika allir nemendur sveitarfélagsins og eru skólaslitin þá um leið vortónleikar nemendanna. Á stærri kennslustöðum eru leikin valin atriði sem sýna þversnið kennslunnar og á Selfossi koma nær eingöngu fram hljómsveitir og samspilshópar. Allir hjartanlega velkomnir! Skólaslitin eru 10 alls og verða sem hér segir: mánud. 16. maí 17:00 – Flúðir – í Félagsheimili Hrunamanna fimmtud. 19. maí 17:30 – Laugarvatn – í grunnskólanum [...]
Framhaldsprófstónleikar Arnars Gísla í Hveragerðiskirkju
Arnar Gísli Sæmundsson lýkur framhaldsnámi í söng í vor með framhaldsprófstónleikum í Hveragerðiskirkju þriðjud. 17. maí kl. 18:00. Flutt verða verk eftir Árna Thorsteinsson, Caccini, Durante, Schubert, Brahms, Sjöberg, Freddy Mercury, Curtis, Rota, Schönberg, Donizetti og Puccini. Aðrir flytjendur: Ester Ólafsdóttir meðleikur á píanó og sönghópur tónlistarskólans. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Framhaldsprófstónleikar Elísabetar Önnu í Hveragerðiskirkju
Elísabet Anna Dudziak lýkur framhaldsnámi í fiðluleik í vor með framhaldsprófstónleikum í Hveragerðiskirkju fimmtud. 19. maí kl. 18:00. Flutt verða verk eftir Bach, Mozart, Brahms, Bloch og Hellmesberger Aðrir flytjendur: Miklós Dalmay píanó, Eyrún Huld Ingvarsdóttir fiðla og Hildur Tanja Karlsdóttir fiðla Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Suzuki-gítar-upprifjunardagur á Selfossi
Suzuki-gítar-upprifjunardagur verður haldinn á Selfossi sunnudaginn 22. maí kl. 11:00 - 15:00, að Eyravegi 9, 3. hæð. Viðfangsefnið eru bækur 1 - 4. Skráning er hjá Birgit Myschi, birgit@tonar.is.
Umsóknir nýnema um skólavist 2022 -2023
Nú er rétti tíminn til að sækja um nám fyrir nýnema veturinn 2022-2023. Umsóknina finnið þið undir hnappinum UMSÓKN UM SKÓLAVIST, efst á heimsíðunni. Athugið að sækja má um skólavist allt árið. Þeir sem sækja um fyrir 1. júní eru í fyrsta hópnum sem tekinn er inn, en við bætum áfram við nemendum eftir því sem rúm leyfir. Nánari upplýsingar t.d. um kennslugreinar, skólagjöld og kennslustaði má finna hér: Dreifibréf 2022
Skrifstofan opnar 8. ágúst
Skrifstofa Tónlistarskóla Árneinga opnar eftir sumarleyfi, mánudaginn 8. ágúst kl. 13:00.
Kennsla hefst 29. ágúst 2022
Hljóðfæra- og söngkennsla hefst 29. ágúst. Kennarar hafa samband við nemendur sína á starfsdögum 22. - 26. ágúst vegna stundatöflugerðar.