2024-11-01T00:00:00+00:00

Views Navigation

Event Views Navigation

Today

Miðdeildartónleikar, Eyravegi 9 Selfossi

Miðdeildartónleikar verða haldnir í sal skólans að Eyravegi 9 á Selfossi, fimmtud. 17. mars kl. 18:15. Fram koma nemendur á miðstigi sem leika á ýmis hljóðfæri og dagskráin því mjög fjölbreytt og skemmtileg. Allir hjartanlega velkomnir!

Nótutónleikar 19. mars í Salnum Kópavogi kl. 13:00 og 15:00

Svæðistónleikar Nótunnar (uppskeruhátíðar tónlistarskóla) fara fram í Salnum í Kópavogi 19. mars, kl. 13:00 og 15:00. Á tónleikunum koma fram nemendur frá Suðurlandi, Suðurnesjum og úr Kraganum og taka þrjú atriði þátt frá Tónlistarskóla Árnesinga. Kl. 13:00 stíga tvö atriði á svið frá T.Á, þ.e. rytmíska sveitin ÍSA-tríó undir stjórn Vignis Ólafssonar og Arnar Gísli Sæmundsson söngnemandi ásamt Margréti S. Stefánsdóttur kennara sínum. Kl. 15:00 leikur svo gítartríó undir stjórn Birgitar Myschi. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir! Nánari upplýsingar um Nótuna má finna á þessari slóð: Nótan | Kennarasamband Íslands (ki.is) og í þessari auglýsingu: Svæðistónleikar Nótunnar 2022-A3-prentútgáfa

Framhaldsdeildartónleikar, Eyravegi 9 Selfossi

Framhaldsdeildartónleikar verða haldnir í sal skólans að Eyravegi 9 á Selfossi, föstud. 25. mars kl. 17:00 Fram koma nemendur á framhaldsstigi sem leika á ýmis hljóðfæri og dagskráin því mjög fjölbreytt og skemmtileg. Allir hjartanlega velkomnir!

Prófadagar – engin kennsla

Prófadagar verða 30. og 31. mars og 1. apríl. Á prófdögum fellur niður ölla kennsla, en kennarar verða á ferð og flugi að prófdæma nemendu og með sína nemendur í prófum. Um helmingur nemenda skólans tekur próf á prófadögum, en aðrir nemendur eru staddir á milli prófa. Upplýsingar um hvort nemendur taka próf núna í vor fást hjá kennurum, en kennarar meta hvenær nemendur skulu þreyta próf.

Páskafrí

Páskafrí verður dagana 9. – 18. apríl.

Vínarbrauðstónleikar strengjadeildar í Árnesi

Vínarbrauðstónleikar strengjadeildar verða haldnir í Félagsheimilinu Árnesi sunnud. 1. maí. Á þessum skemmtilegu tónleikum koma fram strengjasveitir skólans, sellóhópur og allir starfandi fiðlu-, víólu- og selló-Suzukihópar. Vínarbrauðstónleikar hafa átt fastan sess í tónleikahaldi skólans og verið haldnir nær óslitið í 20 ár. - Heilmikil strengjatónlistarhátíð. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

Skólaslit á kennslustöðum í maí

Skólaslit verða aftur með hefðbundnu sniði í vor, eftir tveggja ára hlé. Á hverjum kennslustað eru haldin skólaslit með tónlistarflutningi og afhendingu prófskírteina. Dagskrá skólaslitanna er skemmtilega ólík og ræðst það af nemendafjölda. Á minnstu kennslustöðunum leika allir nemendur sveitarfélagsins og eru skólaslitin þá um leið vortónleikar nemendanna. Á stærri kennslustöðum eru leikin valin atriði sem sýna þversnið kennslunnar og á Selfossi koma nær eingöngu fram hljómsveitir og samspilshópar. Allir hjartanlega velkomnir!   Skólaslitin eru 10 alls og verða sem hér segir: mánud. 16. maí 17:00 – Flúðir – í Félagsheimili Hrunamanna   fimmtud. 19. maí 17:30 – Laugarvatn – í grunnskólanum [...]

Framhaldsprófstónleikar Arnars Gísla í Hveragerðiskirkju

Arnar Gísli Sæmundsson lýkur framhaldsnámi í söng í vor með framhaldsprófstónleikum í Hveragerðiskirkju þriðjud. 17. maí kl. 18:00. Flutt verða verk eftir Árna Thorsteinsson, Caccini, Durante, Schubert, Brahms, Sjöberg, Freddy Mercury, Curtis, Rota, Schönberg, Donizetti og Puccini. Aðrir flytjendur: Ester Ólafsdóttir meðleikur á píanó og sönghópur tónlistarskólans. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.  

Framhaldsprófstónleikar Elísabetar Önnu í Hveragerðiskirkju

Elísabet Anna Dudziak lýkur framhaldsnámi í fiðluleik í vor með framhaldsprófstónleikum í Hveragerðiskirkju fimmtud. 19. maí kl. 18:00. Flutt verða verk eftir Bach, Mozart, Brahms, Bloch og Hellmesberger Aðrir flytjendur: Miklós Dalmay píanó, Eyrún Huld Ingvarsdóttir fiðla og Hildur Tanja Karlsdóttir fiðla Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.  

Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi