Rytmískir deildartónleikar 11. nóv. í sal skólans Eyravegi 9, Selfossi
Rytmískir deildartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða haldnir í sal skólans Eyravegi 9, Selfossi (3. hæð), föstud. 11. nóvember kl. 17:00 Á tónleikunum koma fram rytmískar hljómsveitir skólans, slagverksleikarar o.fl. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!
LÖG GUNNARS ÞÓRÐARSONAR – Tónleikar 19. nóv. í íþróttahúsinu Laugarvatni
LÖG GUNNARS ÞÓRÐARSONAR Tónleikar í íþróttahúsinu Laugarvatni 19. nóvember 2022, kl. 14:00 Tónlistarskóli Árnesinga stendur fyrir stórtónleikum á Laugarvatni, laugard. 19. nóvember, þar sem flutt verða lög Gunnars Þórðarsonar. Þetta er í þriðja sinn sem skólinn setur upp svo stórt samstarfsverkefni hljóðfæra- og söngdeilda, en árið 2016 var viðfangsefnið Töfraflauta Mozarts og árið 2019 var sett upp Allskynsóperan með tónlist úr ýmsum áttum. Nú er komið að lögum Gunnars Þórðarsonar sem hafa fylgt íslensku þjóðinni í áratugi, en fram koma söngvarar, píanóleikarar, strengja-, blásara-, gítar-, blokkflautu- og rytmískar hljómsveitir skipaðar bæði nemendum og kennurum. Alls eru flytjendur um 130 talsins. [...]
Frí 24. nóvember
Fimmtudaginn 24. nóvember fellur niður öll kennsla í Tónlistarskóla Árnesinga, en þá er einn af fimm frídögum sem koma inn í skóladagatalið vegna styttingar vinnutíma tónlistarkennara. Nemendur eiga að fá jafn margar kennslustundir þrátt fyrir styttan vinnutíma tónlistarkennaranna og verður því blásið til smiðjuviku 27. - 31. mars. Í smiðjuvikunni gefst nemendum tækifæri til að mæta á ýmiskonar námskeið og skemmtilegar smiðjur sem kennararnir halda utan um. Undirbúningur fyrir smiðjuviku hófst sl. vor, en smiðjuvikan verður kynnt nánar á nýju ári.
Söngdeildartónleikar 8. des. í Hveragerðiskirkju
Söngdeildartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða haldnir í Hveragerðiskirkju fimmtud. 8. desember kl. 17:00 Fjölbreytt dagskrá í flutningi einsöngvara, sönghópa og söngfugla. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!
19. og 20. desember – jólaspilamennska
Jólaspilamennska. Síðustu tvo kennsludaga fyrir jólafrí (19. og 20. desember) fellur niður hefðbundin kennsla, en í staðinn fara kennarar með nemendur sína út í samfélagið og leika jólalög og aðra fallega tónlist fyrir unga sem aldna samborgara. Það er hefð fyrir því að umbreyta kennslu síðustu tveggja kennsludaga fyrir jólafrí í spilamennsku úti í bæ. Kennarar flögra þá með nemendur sína út í samfélagið og leika fyrir fólk á öllum aldri. Má nefna hjúkrunar- og elliheimili, samkomur félagasamtaka, verslanir, leikskóla og þátttöku í litlu-jólum grunnskólanna. Því miður náum við ekki að fara með alla okkar nemendur svona út í bæ, en kennarar [...]
Jólafrí
Jólafrí tónlistarskólans hefst 21. desember. Kennsla hefst á ný 4. janúar 2023
Kennsla hefst 4. janúar 2023
Kennsla hefst á ný eftir jólafrí samkvæmt stundaskrá, miðvikud. 4. janúar 2023.
Dagur tónlistarskólanna 7. febrúar
Dagur tónlistarskólanna. Á Degi tónlistarskólanna 7. febrúar, efna tónlistarskólarnir til árlegrar hátíðar um allt land. Meðal viðburða má nefna opið hús, tónleika, hljóðfærakynningar og ýmiskonar námskeið auk þess sem nemendur heimsækja vinnustaði, heilbrigðisstofnanir og aðra skóla og flytja tónlist. Á haustþingi Samtaka tónlistarskólastjóra árið 2019 var samþykkt að Dagur tónlistarskólanna skyldi vera 7. febrúar, í tilefni af fæðingardegi Gylfa Þ. Gíslasonar, sem var menntamálaráðherra frá 1956 – 1971. Úr greinargerð með tillögunni: Gylfi Þ. Gíslason var mikill áhrifavaldur hvað varðar tónlistarkennslu og beitti sér fyrir umbótum á því sviði. Með því að Dagur tónlistarskólanna sé á fæðingardegi Gylfa Þ. Gíslasonar, heiðrum við minningu [...]
Öskudagur 22. febrúar – frí
Öskudagur miðvikud. 22. febrúar – Starfsdagur Kennsla fellur niður, en kennarar nýta daginn til fundahalda og námskeiða.
Vetrarfrí
Vetrarfrí 27. febrúar – 1. mars. Öll kennsla fellur niður þessa daga. Vetrarfrí tónlistarskólans er samræmt við flesta grunn- og framhaldsskóla sýslunnar.