2024-11-22T00:00:00+00:00

Views Navigation

Event Views Navigation

Today

Framhaldsprófstónleikar Hildar Tönju í Hveragerðiskirkju 15. maí

Hildur Tanja Karlsdóttir lýkur framhaldsprófi í fiðluleik frá Tónlistarskóla Árnesinga með opinberum tónleikum í Hveragerðiskirkju 15. maí kl. 18:00                            Hvetjum við Sunnlendinga til að nýta sér þetta góða tækifæri til að hlýða á glæsilega tónleika, enda liggur mikil vinna að baki þegar kemur að útskrift frá skólanum. Á dagskrá eru verk eftir Bach, Mozart, Prokofiev, Grieg og Williams. Meðleikarar: Miklós Dalmay píanó og Elísabet Anna Dudziak fiðla. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

Skólaslit

Skólaslit eru með ýmsu móti á kennslustöðum og fer það eftir nemendafjölda. - Á minnstu kennslustöðunum (Kerhólsskóla, Laugarvatni, Reykholti, Flúðum, Þjórsárskóla, Stokkseyri/Eryarbakka og Flóaskóla) eru skólaslitin jafnframt vortónleikar, þar sem allir nemendur koma fram. - Í Þorlákshöfn og Hveragerði eru valin nokkur atriði frá öllum kennurum á skólaslit, en hver kennari heldur sérstaka vortónleika fyrir sína nemendur. - Á Selfossi koma aðallega fram valdir samspilshópar og hljómsveitir, en hver kennari heldur vortónleika fyrir sína nemendur.   Skólaslit mán. 22. maí 16:30 REYKHOLT í félagsheimilinu Aratungu 17:00 ÞJÓRSÁRSKÓLI í félagsheimilinu Árnesi 18:00 LAUGARVATN + KERHÓLSSKÓLI í Skálholtskirkju   þri. 23. maí 15:30 [...]

Umsókn um skólavist 2023-2024 – upplýsingar

UMSÓKN UM SKÓLAVIST 2023– 2024 Sótt er um rafrænt á heimasíðu Tónlistarskóla Árnesinga, www.tonar.is. Smelltu á: UMSÓKN UM SKÓLAVIST efst á heimasíðunni og fylltu út allar umbeðnar upplýsingar. Þeir sem sækja um fyrir 1. júní 2023 verða í fyrsta hópnum sem tekinn er inn, en sækja má um skólavist allt árið. Nemendur sem fá skólavist, fá tölvupóst í ágúst með upplýsingum um greiðslu skólagjalda. Á þessari slóð má sjá: Dreifibréf 2023 með upplýsingum um hjóðfæraval, skólagjöld og fleira.  

Auglýsing – klassískur gítarkennari á Selfossi – 50% – umsóknarfrestur til 23. júní

Tónlistarskóli Árnesinga óskar eftir að ráða klassískan gítarkennara til starfa á Selfossi. - Umsóknarfrestur er til 23. júní. Sjá nánar hér: Gítarkennari við Tónlistarskóla Árnesinga, 50% | Tónlistarskóli Árnesinga (alfred.is) Við Tónlistarskóla Árnesinga starfar mjög þéttur og góður hópur kennara, en þeir eru um 40 talsins og starfa á 12 starfsstöðvum skólans vítt og breitt um Árnessýslu. Nánari upplýsingar má finna hér á heimasíðu skólans www.tonar.is (t.d. skóladagatal, námsframboð og ýmislegt fleira) .

Starfsdagar kennara

21. - 25. ágúst eru starfsdagar kennara. Á starfsdögum sækja kennarar fundi og námskeið, undirbúa vetrarstarfið og setja saman stundaskrár. Kennarar hafa samband við sína nemendur á starfsdögum vegna stundaskrárgerðar.

Hóptímar hefjast 4.9.2023

4. september hefjast allir hóptímar, þ.e. tónfræðitímar, hljómsveitaræfingar, samspil og meðleikstímar. Upplýsingar um skráningu í hóptíma fást hjá kennurum og í SpeedAdmin appinu.

Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi