Prófadagar 21. og 22. mars 2023
Prófadagar 21. og 22. mars Kennsla fellur niður á prófadögum. Ekki taka allir nemendur próf á prófadögum, en það eru kennarar sem meta hvenær nemendur eru tilbúnir til að taka næsta stigspróf. Ef spurningar vakna biðjum við nemendur/foreldra að setja sig í samband við kennara.
Smiðjuvikan 27. – 31. mars – námskeið/smiðjur í stað kennslu
Í síðustu viku marsmánaðar brjótum við upp hefðbundna kennslu og bjóðum nemendum okkar upp á alls konar námskeið eða smiðjur í staðinn. Miðað er við að: Nemendur í hálfu námi sæki a.m.k. 1 klst. smiðju Nemendur í heilu námi sæki a.m.k. 2 klst. af smiðjum. - Nemendur sæki a.m.k. eina smiðju í heimasveit, en geta valið til viðbótar smiðju eftir óskum/áhugasviði. Skráning í smiðjur fer fram í gegnum kennara, en HÉR má sjá hvaða smiðjur eru í boði á hverjum kennslustað og hvenær. (Hver kennslustaður er í sér flipa). Upplýsingar um viðfangsefni hverrar smiðju má sjá með því að setja [...]
Páskafrí
Páskafrí 1. – 11. apríl. ATH. að páskafrí tónlistarskólans er einum degi lengra en hjá grunnskólunum. Kennsla hefst aftur eftir páskafrí miðvikudaginn 12. apríl.
Frí 20. og 21. apríl
Kennsla fellur niður 20. og 21. apríl Fimmtud. 20. apríl - Sumardagurinn fyrsti Föstud. 21. apríl – Frídagur í tónlistarskólanum vegna styttingar vinnutíma
Verkalýðsdagurinn 1. maí – Frí
Öll kennsla fellur niður á Verkalýðsdaginn 1. maí.
Framhaldsprófstónleikar Hildar Tönju í Hveragerðiskirkju 15. maí
Hildur Tanja Karlsdóttir lýkur framhaldsprófi í fiðluleik frá Tónlistarskóla Árnesinga með opinberum tónleikum í Hveragerðiskirkju 15. maí kl. 18:00 Hvetjum við Sunnlendinga til að nýta sér þetta góða tækifæri til að hlýða á glæsilega tónleika, enda liggur mikil vinna að baki þegar kemur að útskrift frá skólanum. Á dagskrá eru verk eftir Bach, Mozart, Prokofiev, Grieg og Williams. Meðleikarar: Miklós Dalmay píanó og Elísabet Anna Dudziak fiðla. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!
Uppstigningardagur 18. maí – Frí
Öll kennsla fellur niður á uppstigningardegi 18. maí.
Síðasti kennsludagur 19. maí
Síðasti kennsludagur vetrarins verður föstudaginn 19. maí.
Skólaslit
Skólaslit eru með ýmsu móti á kennslustöðum og fer það eftir nemendafjölda. - Á minnstu kennslustöðunum (Kerhólsskóla, Laugarvatni, Reykholti, Flúðum, Þjórsárskóla, Stokkseyri/Eryarbakka og Flóaskóla) eru skólaslitin jafnframt vortónleikar, þar sem allir nemendur koma fram. - Í Þorlákshöfn og Hveragerði eru valin nokkur atriði frá öllum kennurum á skólaslit, en hver kennari heldur sérstaka vortónleika fyrir sína nemendur. - Á Selfossi koma aðallega fram valdir samspilshópar og hljómsveitir, en hver kennari heldur vortónleika fyrir sína nemendur. Skólaslit mán. 22. maí 16:30 REYKHOLT í félagsheimilinu Aratungu 17:00 ÞJÓRSÁRSKÓLI í félagsheimilinu Árnesi 18:00 LAUGARVATN + KERHÓLSSKÓLI í Skálholtskirkju þri. 23. maí 15:30 [...]
Skrifstofa skólans lokuð 30. maí – 1. júní v. námsferðar
Skrifstofa tónlistarskólans verður lokuð 30. maí - 1. júní vegna námsferðar. Við opnum aftur 2. júní.