2025-04-21T00:00:00+00:00

Views Navigation

Event Views Navigation

Today

Vetrarfrí

Vetrarfrí Tónlistarskóla Árnesinga verður vikuna 17. - 21. febrúar 2025. 17. og 18. febrúar falla að vetrarfríi stærstu grunnskóla sýslunnar, en 19. - 21. febrúar falla undir styttingu vinnutíma tónlistarskólakennara.

Miðdeildartónleikar í Stekkjaskóla

Miðdeildartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða haldnir miðvikudaginn 19. mars kl. 18:30 í hátíðarsal Stekkjaskóla á Selfossi. Dagskrá er fjölbreytt að vanda og koma nemendur fram á hin ýmsu hljóðfæri. Flytjendur hafa allir lokið grunnprófi (3. stigi) á sitt hljóðfæri og alltaf gaman að fylgjast með þessum þróttmikla hópi.   Aðgangur er ókeypis - Verið öll hjartanlega velkomin!

Framhaldsdeildartónleikar Eyravegi 9, Selfossi

Framhaldsdeildartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða haldnir fimmtudaginn 20. mars kl. 18:00 í sal skólans Eyravegi 9 á Selfossi. Flytjendur hafa allir lokið miðprófi (5. stigi) á sitt hljóðfæri og sumir að stefna á framhaldspróf (7. stig) í vor. Dagskrá er fjölbreytt og gaman að fylgjast með leikni nemendanna þegar hér er komið í námi.   Aðgangur er ókeypis - Verið öll hjartanlega velkomin!

Prófadagar 31. mars – 2. apríl. Kennsla fellur niður

Prófadagar verða 31. mars - 2. apríl.  Á prófadögum fellur kennsla niður, en kennarar eru á ferð og flugi að fylgja nemendum í próf og að dæma próf. Ekki taka allir nemendur próf á prófadögum, heldur meta kennarar hvenær nemendur eru tilbúnir að þreyta næsta stigs- eða áfangapróf.   Nánari upplýsingar um námsmat í Tónlistarskóla Árnesinga má finna hér: Námsmat — Tónlistarskóli Árnesinga

Píanó-hringekjutónleikar með fjór- og sexhentum lögum 7. apríl

Píanó-hringekjutónleikar 7. apríl kl. 18:30 í sal skólans Eyravegi 9, Selfossi. Á tónleikunum leika píanónemendur fjórhent og sexhent lög á píanó og skiptast á um að leika á flygil og píanó. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Verið öll hjartanlega velkomin!

Páskafrí

Páskafrí 12. – 21. apríl. Öll kennsla fellur niður þessa daga.

„Burtu með fordóma“ – Tónleikar 1. maí í íþróttahúsi Vallaskóla

Þann 1. maí kl. 15:00 verða haldnir tónleikar í íþróttahúsi Vallaskóla sem bera heitið "Burtu með fordóma". Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands, Tónlistarskóla Árnesinga, allra leikskóla í Sveitarfélaginu Árborg og Menningar- og upplýsingadeildar Árborgar. Tvíeykið Gunni og Felix sér um að tengja atriðin saman og syngja, en stjórnandi tónleikanna er Guðmundur Óli Gunnarsson. Miðaverð er 500 kr. - sjá hér: Burtu með fordóma | Tix  

Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi