Innritunardagar
Þeir nemendur sem fengið hafa skólavist í Tónlistarskóla Árnesinga veturinn 2019- 2020 hafa fengið sendan tölvupóst. Skólavist þarf að staðfesta með greiðslu skólagjalda fyrir 15. ágúst, en greiðsla skólagjalda fer fram með rafrænum hætti. Sjá nánari upplýsingar í tölvupósti. Þeir nemendur sem ekki ætla að nýta sér kennslu tónlistarskólans í vetur eru vinsamlegast beðnir um að láta strax vita, með því að hringja í síma 482 1717 eða senda tölvupóst á netfang skólans, tonar@tonar.is.
Kennsla hefst 28. ágúst
Kennsla hefst miðvikud. 28. ágúst 2019. (Kennarar hafa samband við nemendur vegna stundutöflugerðar á starfsdögum 21. - 27. ágúst).
Hóptímar (tónfræði, hljómsveitir, samspil) hefjast 4. september
Hóptímar hefjast miðvikud. 4. september. tónfræðitímar hljómsveitaræfingar samspilstímar
Undirleikstímar hefjast 9. september
Undirleikstímar söngnemenda og nemenda í föstum undirleik (í 5. stigi og ofar) hefjast 9. september. Sjá A og B vikur í skóladagatali hér fyrir ofan.
Foreldraheimsóknarvika 9. – 13. september
Foreldraheimsóknarvika verður 9. - 13. september. Í þeirri viku eru foreldrar sérstaklega boðnir velkomnir með börnum sínum í tíma. Í heimsóknartímanum fer kennarinn yfir viðfangsefni og markmið vetrarins með nemanda og foreldrum. Við hvetjum alla foreldra til að mæta í heimsóknarvikunni, en foreldrum er að sjálfsögðu alltaf velkomið að mæta með nemanda og fylgjast með venjulegri kennslustund hvenær sem er.
Málþing í Hörpu – Framtíð tónlistarskólanna – Hvert stefnum við?
Í tilefni af 50 ára afmæli Samtaka tónlistarskólastjóra (STS) efna samtökin til málþings í Kaldalóni í Hörpu föstudaginn 27. september. Yfirskrift málþingsins er "Framtíð tónlistarskólanna - hvert stefnum við ? " - sjá dagskrá málþingsins í meðfylgjandi auglýsingu: 4MÁLÞING-A3+POSTER CV Fulltrúar stjórnvalda, menningarmála, háskólasamfélagsins, tónlistarkennara, foreldra, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og ÚTÓN hafa verið kallaðir til, til að heyra um væntingar þeirra til tónlistarskólanna og framtíðarsýn. Marc Erkens, sem hélt hrífandi tónleikafyrirlestur fyrir STS félaga í Belgíu sl. haust, mun einnig koma fram á málþinginu. Fjölbreytt atriði koma frá tónlistarskólunum og tvíeykið vinsæla "Hundur í óskilum" mun skemmta gestum. Aðgangur að málþinginu er ókeypis og öllum opinn.
Starfsdagur 10. október – kennsla fellur niður
Kennsla fellur niður fimmtud. 10. október vegna starfsdags. Þennan dag sækja kennarar fundi og námskeið á haustþingi tónlistarskólakennara fyrir Suðurland og Suðurnes. Þingið er að þessu sinni haldið á Eyrarbakka.
Haustfrí
Haustfrí Tónlistarskóla Árnesinga verður dagana 17. - 21. október. Kennsla fellur niður þessa daga.
Blásaradeildartónleikar í Sunnulækjarskóla
Sunnulækjarskóla Norðurhólum 1, SelfossiBlásaradeildartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða haldnir í Sunnulækjarskóla miðvikud. 30. október 2019, kl. 18:00. Á tónleikunum koma fram blásarasveitirnar fjórar (frá Selfossi og Þorlákshöfn), ásamt fjölda einleikara og smærri samspilshópa. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Blokkflautudeildartónleikar í Sunnulækjarskóla
Blokkflautudeildartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða haldnir mánud. 4. nóvember 2019 kl. 19:00, í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Á tónleikunum koma fram yngri og eldri blokkflautusveitir, Suzukihóparnir þrír (Flautustubbar, Flautusnúðar & Flautusnillingar), auk einleiksatriða. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.