Starfsdagur 10. október – kennsla fellur niður
Kennsla fellur niður fimmtud. 10. október vegna starfsdags. Þennan dag sækja kennarar fundi og námskeið á haustþingi tónlistarskólakennara fyrir Suðurland og Suðurnes. Þingið er að þessu sinni haldið á Eyrarbakka.
Haustfrí
Haustfrí Tónlistarskóla Árnesinga verður dagana 17. - 21. október. Kennsla fellur niður þessa daga.
Blásaradeildartónleikar í Sunnulækjarskóla
Sunnulækjarskóla Norðurhólum 1, SelfossiBlásaradeildartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða haldnir í Sunnulækjarskóla miðvikud. 30. október 2019, kl. 18:00. Á tónleikunum koma fram blásarasveitirnar fjórar (frá Selfossi og Þorlákshöfn), ásamt fjölda einleikara og smærri samspilshópa. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Blokkflautudeildartónleikar í Sunnulækjarskóla
Blokkflautudeildartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða haldnir mánud. 4. nóvember 2019 kl. 19:00, í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Á tónleikunum koma fram yngri og eldri blokkflautusveitir, Suzukihóparnir þrír (Flautustubbar, Flautusnúðar & Flautusnillingar), auk einleiksatriða. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Gítardeildartónleikar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði
Gítardeildartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða haldnir þriðjud. 5. nóvember 2019, kl. 18:00, í Listasafni Árnesinga, Austurmörk 21 í Hveragerði. Á tónleikunum koma fram allar gítarsveitir og Suzuki-gítarhópar skólans. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Strengjadeildartónleikar í Selfosskirkju
Strengjadeildartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða haldnir miðvikud. 6. nóvember 2019 kl. 18:00, í Selfosskirkju. Á tónleikunum koma fram yngri og eldri strengjasveitir, fiðlu-, víólu- og selló-Suzukihópar. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Píanódeildartónleikar í Þorlákskirkju
Píanódeildartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða haldnir fimmtud. 7. nóvember 2019 kl. 18:00, í Þorlákskirkju. Á tónleikunum koma fram píanónemendur á öllum aldri og námsstigum, sem leika einleik, fjórhent og sexhent. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Rytmískir deildatónleikar í sal skólans Eyravegi 9 á Selfossi
Rytmískir deildartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða haldnir föstud. 8. nóvember 2019 kl. 17:30, í sal skólans Eyravegi 9 á Selfossi (3. hæð). Á tónleikunum koma fram allar rytmískar sveitir skólans, auk ýmiskonar samleiks, einleikara og gesta úr öðrum deildum. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Söngdeildartónleikar í Hveragerðiskirkju
Söngdeildartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða haldnir mánud. 11. nóvember 2019 kl. 18:00, í Hveragerðiskirkju. Á tónleikunum fléttast saman einsöngur og samsöngur í fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Píanóhringekja – heimsókn
Píanónemendur fá til sín góða gesti þann 16. nóvember, þegar um 30 píanónemendur Tónskóla Sigursveins koma í heimsókn. Nemendur beggja skóla æfa saman fjórhent og sexhent lög, sem verða svo flutt á tónleikum kl. 13:00 sama dag, í sal skólans að Eyravegi 9 á Selfossi.