Páskafrí 4. – 13. apríl
Páskafrí hefst 4. apríl og stendur til og með 13. apríl. Engin fjarkennsla verður í páskafríi. Fjarkennsla hefst aftur frá og með þriðjud. 14. apríl og stendur þar til annað verður ákveðið.
Sumardagurinn fyrsti 23. apríl – frí
23. apríl, á Sumardaginn fyrsta, fellur niður öll kennsla í Tónlistarskólanum.
1. maí – frí
1. maí er frídagur. Engin fjarkennsla verður þann dag.
Síðasti kennsludagur 18. maí
Síðasti kennsludagur vetrarins verður 18. maí.
Skólaslitavikan 19. – 26. maí nýtt til próftöku.
Skólaslit og vortónleikar falla niður í ár, en skólaslitavikan 19. - 26. maí verður nýtt til að ljúka þeim prófum sem frestuðust í mars.
Sumarleyfi 16. júní – 4. ágúst
Skrifstofa Tónlistarskóla Árnesinga er lokuð vegna sumarleyfa frá 16. júní til 4. ágúst. Skrifstofan opnar aftur miðvikud. 5. ágúst kl. 8:00.
Haustþing kennara 9. okt. – Frí
október fellur niður öll kennsla vegna haustþings tónlistarkennara. Dagurinn verður nýttur til endurskoðunar á aðalnámskrá tónlistarskóla.
Haustfrí 15. – 19. október
Fimmtud. 15. – mánud. 19. október verður haustfrí í Tónlistarskóla Árnesinga. Öll kennsla fellur niður í tónlistarskólanum þessa daga. Flestir grunnskólar í Árnessýslu eru með starfs- eða frídaga í kringum þessa helgi, en athugið að þeir eru ekki samræmdir að öllu leyti.
Jólafrí 19. desember – 4. janúar
Jólafrí verður í tónlistarskólanum frá 19. desember 2020 til og með 4. janúar 2021. Kennsla hefst aftur eftir jólafrí þriðjud. 5. janúar 2021
Kennsla hefst
Kennsla hefst 5. janúar 2021 skv. stundaskrá. Allt hópastarf fer líka af stað 5. janúar. Við höldum uppi öllum fyrri smitvörnum – og nú skiptir máli að halda út og vanda sig áfram :) - Vandaður handþvottur - 16 ára og eldri noti grímur (undanþegnir eru blásara- og söngnemendur í tímum). - Miðum áfram við að Suzuki-foreldrar geti mætt í einkatíma með börnum sínum og að foreldrar 6 ára og yngri megi koma með í hóptíma. - Grímuskylda foreldra. Sjá nánar meðfylgjandi reglugerð sem gildir 1.1.2021 - 28.2.2021: B_nr_1306_2020