2024-10-31T00:00:00+00:00

Views Navigation

Event Views Navigation

Today

Blokkflautudeildartónleikar 15. nóvember

Blokkflautudeildartónleikar verða í Barnaskólanum á Stokkseyri mánudaginn 15. nóv. kl. 18:00. Fram koma bæði einleikarar og samspil. Tónleikarnir verða um klukkustundarlangir. Allir hjartanlega velkomnir.

Foreldraheimsóknavika

Kennarar hafa samband við foreldra, fara yfir miðsvetrarmat, hvernig nemendum sækist námið og hvað framundan er á vorönn. Venjulega viljum við fá sem flesta í tíma, en vegna Covid geta kennarar, foreldrar eða nemendur valið þann kost að vera í símasambandi eða tengjast í gegnum netið. - Ef foreldrar mæta í tíma, vinsamlegast notið grímur og athugið fjarlægðarmörk.

Ritari óskast til starfa frá 1. mars. Umsóknarfrestur til 2. febrúar

Skólaritari og launafulltrúi     Tónlistarskóli Árnesinga óskar eftir að ráða til starfa ritara í 65% starf frá 1. mars 2022.   Helstu verkefni og ábyrgð Almenn skrifstofustörf. Umsjón með reikningshaldi. Skólaritari er jafnframt launa- og persónuverndarfulltrúi.   Hæfnikröfur Auk stúdentsprófs er bókhaldsnám eða bókhaldsþekking æskileg. Góð íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta. Reynsla af launaforritinu H-laun er kostur. Lipurð í mannlegum samskiptum, samviskusemi og frumkvæði.   Með umsókn fylgi upplýsingar um menntun og starfsreynslu og meðmæli tveggja aðila.   Skólaritari starfar í húsnæði tónlistarskólans Eyravegi 9, Selfossi. Fastur starfstími skólaritara er kl. 12:00 – 16:00 auk fjögurra morgna í mánuði kl. [...]

Vetrarfrí

Vetrarfrí verður í Tónlistarskóla Árnesinga mánud. 21. og þriðjud. 22. febrúar. Þetta eru sömu dagar og í grunnskólum sýslunnar.

Söngdeildartónleikar í Selfosskirkju

Söngdeildartónleikar verða haldnir í Selfosskirkju fimmtud. 10. mars kl. 17:00 Á tónleikunum koma fram einsöngsnemendur, sönghópur og yngri söngnemendur okkar í söngfuglum. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá og reglulega ánægjulegt að geta boðið aftur gestum á tónleika :-) Allir hjartanlega velkomnir!

Miðdeildartónleikar, Eyravegi 9 Selfossi

Miðdeildartónleikar verða haldnir í sal skólans að Eyravegi 9 á Selfossi, fimmtud. 17. mars kl. 18:15. Fram koma nemendur á miðstigi sem leika á ýmis hljóðfæri og dagskráin því mjög fjölbreytt og skemmtileg. Allir hjartanlega velkomnir!

Nótutónleikar 19. mars í Salnum Kópavogi kl. 13:00 og 15:00

Svæðistónleikar Nótunnar (uppskeruhátíðar tónlistarskóla) fara fram í Salnum í Kópavogi 19. mars, kl. 13:00 og 15:00. Á tónleikunum koma fram nemendur frá Suðurlandi, Suðurnesjum og úr Kraganum og taka þrjú atriði þátt frá Tónlistarskóla Árnesinga. Kl. 13:00 stíga tvö atriði á svið frá T.Á, þ.e. rytmíska sveitin ÍSA-tríó undir stjórn Vignis Ólafssonar og Arnar Gísli Sæmundsson söngnemandi ásamt Margréti S. Stefánsdóttur kennara sínum. Kl. 15:00 leikur svo gítartríó undir stjórn Birgitar Myschi. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir! Nánari upplýsingar um Nótuna má finna á þessari slóð: Nótan | Kennarasamband Íslands (ki.is) og í þessari auglýsingu: Svæðistónleikar Nótunnar 2022-A3-prentútgáfa

Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi