Haustþing kennara 24. sept. – öll kennsla fellur niður
Föstud. 24. sept. sækja kennarar Tónlistarskóla Árnesinga, haustþing tónlistarskólakennara. Öll kennsla fellur niður þennan dag.
Haustfrí 14. – 17. október
Öll kennsla fellur niður fimmtud. 14. og föstud. 15. október vegna haustfrís í tónlistarskólanum. Haustfríið kemur á sömu daga og hjá flestum grunnskólum í Árnessýslu. Sjá skóladagatal: Tonlistarskoladagatal-2021-2022-Netid-1.pdf (tonar.is)
Rytmískir deildatónleikar 5. nóvember
Rytmískir deildartónleikar verða í sal tónlistarskólans, Eyravegi 9, Selfossi 5. nóv. kl. 17:00. Fram koma nemendur í rytmísku námi, bæði einleikarar og hópar. Tónleikarnir verða um klukkustundar langir. Allir hjartanlega velkomnir.
Píanódeildartónleikar 11. nóvember
Píanódeildartónleikar verða í Selfosskirkju 11. nóvember kl. 18:00. Fram koma píanónemendur allt frá byrjendum til lengra kominna. Tónleikarnir verða um klukkustundar langir. Allir hjartanlega velkomnir.
Blokkflautudeildartónleikar 15. nóvember
Blokkflautudeildartónleikar verða í Barnaskólanum á Stokkseyri mánudaginn 15. nóv. kl. 18:00. Fram koma bæði einleikarar og samspil. Tónleikarnir verða um klukkustundarlangir. Allir hjartanlega velkomnir.
Jólafrí hefst 18. desember
Jólafrí hefst 18. desember 2021. Kennsla hefst á ný þriðjud. 4. janúar 2022
Kennsla hefst 4. janúar 2022
Kennsla hefst aftur eftir jólafrí þriðjud. 4. janúar 2022
Foreldraheimsóknavika
Kennarar hafa samband við foreldra, fara yfir miðsvetrarmat, hvernig nemendum sækist námið og hvað framundan er á vorönn. Venjulega viljum við fá sem flesta í tíma, en vegna Covid geta kennarar, foreldrar eða nemendur valið þann kost að vera í símasambandi eða tengjast í gegnum netið. - Ef foreldrar mæta í tíma, vinsamlegast notið grímur og athugið fjarlægðarmörk.
Ritari óskast til starfa frá 1. mars. Umsóknarfrestur til 2. febrúar
Skólaritari og launafulltrúi Tónlistarskóli Árnesinga óskar eftir að ráða til starfa ritara í 65% starf frá 1. mars 2022. Helstu verkefni og ábyrgð Almenn skrifstofustörf. Umsjón með reikningshaldi. Skólaritari er jafnframt launa- og persónuverndarfulltrúi. Hæfnikröfur Auk stúdentsprófs er bókhaldsnám eða bókhaldsþekking æskileg. Góð íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta. Reynsla af launaforritinu H-laun er kostur. Lipurð í mannlegum samskiptum, samviskusemi og frumkvæði. Með umsókn fylgi upplýsingar um menntun og starfsreynslu og meðmæli tveggja aðila. Skólaritari starfar í húsnæði tónlistarskólans Eyravegi 9, Selfossi. Fastur starfstími skólaritara er kl. 12:00 – 16:00 auk fjögurra morgna í mánuði kl. [...]
Vetrarfrí
Vetrarfrí verður í Tónlistarskóla Árnesinga mánud. 21. og þriðjud. 22. febrúar. Þetta eru sömu dagar og í grunnskólum sýslunnar.