2025-04-20T00:00:00+00:00

Views Navigation

Event Views Navigation

Today

Jólafrí

Jólafrí Tónlistarskóla Árnesinga stendur frá 21.12.2024 til 6.1.2025. - mánud. 6. janúar 2025 er frí vegna starfsdags kennara, - þriðjud. 7. janúar 2025 hefst kennsla á ný samkvæmt stundaskrá.

Foreldraheimsóknavika

Foreldraheimsóknavikan 13. – 17. janúar Í þessum formlegu heimsóknartímum er farið yfir miðsvetrarmatið, sem er núna aðgengilegt í SpeedAdmin. Þá er líka horft fram á veginn og markmið vorannar skoðuð. Hvaða tónleikahald er framundan, er stefnt á próf eða ekki (kennari metur hvenær nemandi er tilbúinn til að taka næsta stig), hvað gengur vel og hvað verið er að vinna með þessa stundina. * Auk þess að mæta í þessa formlegu heimsóknartíma eru foreldrar alltaf velkomnir í tíma og þurfa ekki að gera boð á undan sér.

Vetrarfrí

Vetrarfrí Tónlistarskóla Árnesinga verður vikuna 17. - 21. febrúar 2025. 17. og 18. febrúar falla að vetrarfríi stærstu grunnskóla sýslunnar, en 19. - 21. febrúar falla undir styttingu vinnutíma tónlistarskólakennara.

Miðdeildartónleikar í Stekkjaskóla

Miðdeildartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða haldnir miðvikudaginn 19. mars kl. 18:30 í hátíðarsal Stekkjaskóla á Selfossi. Dagskrá er fjölbreytt að vanda og koma nemendur fram á hin ýmsu hljóðfæri. Flytjendur hafa allir lokið grunnprófi (3. stigi) á sitt hljóðfæri og alltaf gaman að fylgjast með þessum þróttmikla hópi.   Aðgangur er ókeypis - Verið öll hjartanlega velkomin!

Framhaldsdeildartónleikar Eyravegi 9, Selfossi

Framhaldsdeildartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða haldnir fimmtudaginn 20. mars kl. 18:00 í sal skólans Eyravegi 9 á Selfossi. Flytjendur hafa allir lokið miðprófi (5. stigi) á sitt hljóðfæri og sumir að stefna á framhaldspróf (7. stig) í vor. Dagskrá er fjölbreytt og gaman að fylgjast með leikni nemendanna þegar hér er komið í námi.   Aðgangur er ókeypis - Verið öll hjartanlega velkomin!

Prófadagar 31. mars – 2. apríl. Kennsla fellur niður

Prófadagar verða 31. mars - 2. apríl.  Á prófadögum fellur kennsla niður, en kennarar eru á ferð og flugi að fylgja nemendum í próf og að dæma próf. Ekki taka allir nemendur próf á prófadögum, heldur meta kennarar hvenær nemendur eru tilbúnir að þreyta næsta stigs- eða áfangapróf.   Nánari upplýsingar um námsmat í Tónlistarskóla Árnesinga má finna hér: Námsmat — Tónlistarskóli Árnesinga

Píanó-hringekjutónleikar með fjór- og sexhentum lögum 7. apríl

Píanó-hringekjutónleikar 7. apríl kl. 18:30 í sal skólans Eyravegi 9, Selfossi. Á tónleikunum leika píanónemendur fjórhent og sexhent lög á píanó og skiptast á um að leika á flygil og píanó. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Verið öll hjartanlega velkomin!

Páskafrí

Páskafrí 12. – 21. apríl. Öll kennsla fellur niður þessa daga.

Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi