2024-11-27T00:00:00+00:00

Views Navigation

Event Views Navigation

Today

Hausttónleikar standa sem hæst

Hausttónleikar kennaranna standa núna sem hæst og eiga eftir að teygja sig eitthvað inn í desembermánuð. Á hausttónleikum fá nemendur að njóta sín sem einleikarar og fá þjálfun í framkomu, hver hjá sínum kennara. Upplýsingar um tímasetningar hausttónleika fást hjá kennurum.

Kórlögin hans Sigfúsar – Minningartónleikar í Hveragerðiskirkju 19. nóvember

Minningartónleikar 19. nóvember kl. 19:30 í Hveragerðiskirkju Söngnemendur og nokkrir hljóðfæranemendur Tónlistarskóla Árnesinga, í samstarfi við Söngsveit Hveragerðis, munu flytja lög eftir fyrrum píanókennara skólans Sigfús Ólafsson, sem orðið hefði áttræður í ár. Um leið minnumst við Hjartar Þórarinssonar sem lést í sumar, en hann var einn af stofnendum Tónlistarskóla Árnesinga árið 1955 og fjármálstjóri skólans til fjölda ára. Ásgeir Sigurðsson, fyrrum skólastjóri Tónlistarskólans, útsetti lögin. Aðgengur að tónleikunum er ókeypis. Verið öll hjartanlega velkomin!              Sigfús Ólafsson                       Hjörtur Þórarinsson    

Söngdeildartónleikar 10. desember í Hveragerðiskirkju

Söngdeildartónleikar verða þriðjud. 10. desember kl. 18:00 í Hveragerðiskirkju Á tónleikunum koma fram bæði einsöngvarar og sönghópar bæði yngri og eldri nemenda. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Verið öll hjartanlega velkomin!

Jólaspilamennska

Jólaspilamennska. 19. og 20. desember er kennsla óhefðbundin. Í stað kennslu þessa daga farar kennarar með nemendur (eftir því sem við verður komið) út í samfélagið að leika jólalög og aðra fallega tónlist fyrir samborgarana. Sú spilamennska fer oft fram á öðrum dögum í desember, eða allt eftir því hvenær hægt er að heimsækja t.d. hjúkrunarheimili, leikskóla, verslanir, viðburði og annað sem óskað hefur verið eftir. Þá taka margir nemendur og kennarar tónlistarskólans virkan þátt í Litlu-jólum grunnskólanna þessa daga og leika undir dansi í kringum jólatré.

Jólafrí

Jólafrí Tónlistarskóla Árnesinga stendur frá 21.12.2024 til 6.1.2025. - mánud. 6. janúar 2025 er frí vegna starfsdags kennara, - þriðjud. 7. janúar 2025 hefst kennsla á ný samkvæmt stundaskrá.

Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi