2024-11-24T00:00:00+00:00

Views Navigation

Event Views Navigation

Today

Deildatónleikaröð í Stekkjaskóla

Dagana 6. - 13. nóvember verða haldnir 6 deildatónleikar í Stekkjaskóla. Miðvd. 6. nóvember – gítardeild kl. 18:30 Fimmtud. 7. nóvember - strengjadeild kl. 18:30 Föstud. 8. nóvember – rytmísk deild kl. 17:00 Mánud. 11. nóvember - píanódeild kl. 18:30 Þriðjud. 12. nóvember - blásaradeild kl. 18:30 Miðvd. 13. nóvember - blokkflautudeild kl. 18:30   Aðgangur að tónleikunum er ókeypis - Verið öll hjartanlega velkomin!

Kórlögin hans Sigfúsar – Minningartónleikar í Hveragerðiskirkju 19. nóvember

Minningartónleikar 19. nóvember kl. 19:30 í Hveragerðiskirkju Söngnemendur og nokkrir hljóðfæranemendur Tónlistarskóla Árnesinga, í samstarfi við Söngsveit Hveragerðis, munu flytja lög eftir fyrrum píanókennara skólans Sigfús Ólafsson, sem orðið hefði áttræður í ár. Um leið minnumst við Hjartar Þórarinssonar sem lést í sumar, en hann var einn af stofnendum Tónlistarskóla Árnesinga árið 1955 og fjármálstjóri skólans til fjölda ára. Ásgeir Sigurðsson, fyrrum skólastjóri Tónlistarskólans, útsetti lögin. Aðgengur að tónleikunum er ókeypis. Verið öll hjartanlega velkomin!              Sigfús Ólafsson                       Hjörtur Þórarinsson    

Söngdeildartónleikar 10. desember í Hveragerðiskirkju

Söngdeildartónleikar verða þriðjud. 10. desember kl. 18:00 í Hveragerðiskirkju Á tónleikunum koma fram bæði einsöngvarar og sönghópar bæði yngri og eldri nemenda. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Verið öll hjartanlega velkomin!

Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi