Smiðjuvika 13. – 17. maí.
Smiðjuvika 13. – 17. maí. Í síðustu kennsluviku skólaársins stokkum við alla kennslu upp og nemendur sækja 1 – 2 smiðjur/námskeið í stað hefðbundinna kennslustunda. - Boðið verðu uppá smiðjur á öllum kennslustöðum. - Nánari upplýsingar um smiðjur bárust nemendum og foreldrum í tölvupósti 2. maí. - Kennarar skrá nemendur í smiðjur.
Skólaslit 21. – 27. maí – allar tímasetningar hér
Skólaslit verða á kennslustöðum sem hér segir: Þri. 21. maí kl. 16:00 – Félagsheimili Hrunamanna, Flúðum Þri. 21. maí kl. 18:30 – Þorlákskirkja Mið. 22. maí kl. 15:00 – Félagsheimilið Árnesi Mið. 22. maí kl. 16:00 – Aratunga Mið. 22. maí kl. 18:30 – Hveragerðiskirkja Fim. 23. maí kl. 16:00 – Barnaskólinn á Stokkseyri Fim. 23. maí kl. 18:00 – Sunnulækjarskóli, Selfossi Fös. 24. maí kl. 16:00 – Þjórsárver Mán. 27. maí kl. 17:30 – Skálholtskirkja (nemendur úr Kerhólsskóla og frá Laugarvatni) Skólaslit eru ólík milli staða og helgast það af nemendafjölda. Á minni kennslustöðunum eru [...]
Umsókn um skólavist
Kæru umsækjendur Undir heitinu Dreifibréf 2024, má sjá helstu upplýsingar um nám og námsleiðir í Tónlistarskóla Árnesinga: Dreifibréf 2024 Ef þið óskið eftir tónlistarnámi næsta vetur, smellið á hnappinn: UMSÓKN UM SKÓLAVIST efst hér á heimasíðunni og fyllið út allar umbeðnar upplýsingar. Nemendur sem fá skólavist, fá tölvupóst í ágúst með upplýsingum um greiðslu skólagjalda. Kennslutímabilið byrjar í lok ágúst og stendur til maíloka. Nemendur á blásturs- og strokhljóðfæri geta leigt hljóðfæri af skólanum. Við bjóðum nýja nemendur hjartanlega velkomna til tónlistarnáms. Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri Skrifstofa Eyravegi 9, Selfossi Sími: 482 1717 tonar@tonar.is www.tonar.is Skrifstofan er lokuð frá miðjum júní [...]
Sumarlokun skrifstofu tónlistarskólans
Skrifstofa Tónlistarskóla Árnesinga er lokuð vegna sumarleyfa til 7. ágúst 2024. Njótið sumarsins sem allra best :)
Viltu læra á hljóðfæri eða syngja? – Hljóðfæri – Námsleiðir
Viltu læra á hljóðfæri eða syngja? Í skjalinu undir hnappnum HÉR, má nálgast yfirlit yfir allar námsleiðir í Tónlistarskóla Árnesinga og sjá hljóðfærin á einum stað. Sjá HÉR. Til að sækja um nám smellið þið á hnappinn UMSÓKN UM SKÓLAVIST efst á heimsíðunni. Ef spurningar vakna, hvetjum við ykkur til að hafa samband við okkur í ágúst og fá nánari upplýsingar. ATH. Skrifstofan er lokuð til 7. ágúst 2024.
Upphaf kennslu, hóptímar og foreldradagar.
Fyrsti kennsludagur skólaárið 2024-2025 verður 26. ágúst. Starfsdagar kennara verða 19. - 23. ágúst. Kennarar hafa samband við nemendur á starfsdögum. Hóptímar hefjast 2. september. Foreldradagar verða frá 16. september.
Foreldraheimsóknavika
Foreldraheimsóknavika verður dagana 16. – 20. september. Gott samband foreldra og kennara getur skipt sköpum um námsframvindu. Við hvetjum því forráðamenn eindregið til að mæta í tíma með barni sínu, og ræða við kennara um verkefni og markmið vetrarins. - Foreldrar eru að auki velkomnir í kennslustund hvenær sem er.
Kennaraþing 26. sept. – kennsla fellur niður
Fimmtudaginn 26. september fellur niður öll kennsla í Tónlistarskóla Árnesinga vegna kennaraþings.
Nordic Affect í Stokkseyrarkirkju 15. október – semball skólans
Tónlistarskóli Árnesinga festi kaup á sembal sl. vor. Hljóðfærið er keypt frá Klinkhammer-sembalverkstæðinu í Hollandi og fyrirmyndin er semball frá um 1700. Þetta eykur möguleika skólans umtalsvert að flytja renesans- og barokktónlist (16. - 18. aldar tónlist), þar sem söngur, blokkflautur og fleiri hljóðfæri fá notið sín með sembalnum. Semballinn verður notaður í fyrsta sinn á tónleikum Nordic Affect í Stokkseyrarkirkju 15. október kl. 20:00 (Guðrún Óskarsdóttir leikur á sembalinn). Með Nodic Affect koma að auki fram Ian Wilson blokkflautuleikari og Eyjólfur Eyjólfsson söngvari og langspilsleikari, sem einnig er kennari við tónlistarskólann. Tónleikarnir eru hluti af Menningarmánuðinum október í Árborg. /Helga [...]
Haustfrí 17. – 22. október
Haustfrí verður í tónlistarskólanum dagana 17. - 22. október 2024. - Öll kennsla fellur niður þessa daga. ATH. að 17. og 18. október eru sameiginlegir stærstu grunnskólum sýslunnar og FSu, en 21. og 22. október bætast við í tónlistarskólanum vegna styttingar vinnutíma tónlistarkennara.