
Glæsilegir píanótónleikar 2. maí – gestir í sal skólans, Eyravegi 9 Selfossi
2. maí kl 17:00 - 18:30
Föstudaginn 2. maí kl. 17:00 fáum við góða gesti, þegar tveir ungir og framúrskarandi píanóleikarar halda tónleika í salnum okkar við Eyraveg 9 á Selfossi.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum opinn!
Píanóleikararnir hafa báðir unnið til verðlauna í fjölmörgum alþjóðlegum keppnum og
má þar nefna Casagrande, Clara Haskil, Ettlingen, Young Concert Artists, Verbier,
Dublin, Israeli Radio & Jerusalem Symphony Young Artist Competition og Viotti
International Piano Competition.
Aristo Sham mun enn fremur taka þátt í Van Cliburn píanókeppninni á þessu ári.
Um hann hafa gagnrýnendur sagt: „a pianist whose playing combines clarity, elegance
and abundant technique (New York Times) og „a young artist with boundless potential
who can already hold his own with the best“ (Washington Post). Aristo Sham kom fram í
heimildarmyndinni „The World´s Greatest Musical Prodigies“ sýnd á Channel 4 í
Bretlandi.
Tom Borrow var valinn BBC New Generation Artist 2021, kom fram á Proms
Royal Albert Hall 2022 , hlaut Terence Judd-Hallé Orchestra Award 2023 og er nú Artistin-
Residence hjá Sao Paulo Symphony Orchestra og mun flytja alla píanókonserta
Beethovens. Gramophone Magazine skrifaði um Tom „One To Watch whose playing
shows individuality and elegance.“