
Framhaldsdeildartónleikar Eyravegi 9, Selfossi
20. mars kl 18:00 - 19:00
Framhaldsdeildartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða haldnir fimmtudaginn 20. mars kl. 18:00 í sal skólans Eyravegi 9 á Selfossi.
Flytjendur hafa allir lokið miðprófi (5. stigi) á sitt hljóðfæri og sumir að stefna á framhaldspróf (7. stig) í vor.
Dagskrá er fjölbreytt og gaman að fylgjast með leikni nemendanna þegar hér er komið í námi.
Aðgangur er ókeypis – Verið öll hjartanlega velkomin!