Dagur tónlistarskólanna – tónleikar kl. 14:15 í Hveragerðiskirkju og á Selfossi
8. febrúar 2020 kl 14:15 - 15:15
Dagur tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 8. febrúar 2020, með þrennum tónleikum á Selfossi og fernum svæðistónleikum sem dreifast um sýsluna.
Á tónleikunum þessa líflega dags má sjá þverskurð af nemendahópnum, því allir kennarar skólans senda nemendur til leiks.
Þema vetrarins og tónleikanna er „Tölvuleikja- og teiknimyndatónlist“ og spennandi að sjá hvernig það litar daginn.
Tónleikar verða haldnir sem hér segir:
10:00 í Félagsheimilinu Aratungu (nemendur úr Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi)
10:00 í sal skólans Eyravegi 9, Selfoss
12:00 í Félagsheimilinu Árnesi (nemendur úr Hrunamannahreppi, Skriða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi)
12:00 í sal skólans Eyravegi 9, Selfoss
14:15 í Hveragerðiskirkju
14:15 í sal skólans Eyravegi 9, Selfoss
16:00 í Þorlákskirkju (nemendur úr Þorlákshöfn, Stokkseyri og Eyrarbakka)
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.