Blokkflautudeildartónleikar – Eyravegi 9 Selfossi
2. nóvember 2018 kl 18:00 - 19:00
Nóvember er mikill uppskerumánuður og margir spennandi tónleikar framundan.
Hæst ber deildatónleikaröð núna í byrjun nóvembermánaðar.
– Blásaradeildartónleikar – fimmtud. 1. nóv. kl. 18:00 í Sunnulækjarskóla, Norðurhólum 1 Selfossi
– Blokkflautudeildartónleikar – föstud. 2. nóv. kl. 18:00 í sal skólans Eyravegi 9, Selfossi
– Strengjadeildartónleikar – mánud. 5. nóv. kl. 18:00 í Hveragerðiskirkju
– Rytmískir deildartónleikar – þriðjud. 6. nóv. kl. 18:00 í sal skólans Eyravegi 9, Selfossi
– Gítardeildartónleikar – miðvikud. 7. nóv. kl. 18:00 í Ráðhúsinu Þorlákshöfn
– Píanódeildartónleikar – fimmtud. 8. nóv. kl. 18:00 í Selfosskirkju
– Söngdeildartónleikar – föstud. 9. nóv. kl. 18:00 í Selfosskirkju
Á tónleikunum koma fram allar hljómsveitir, samspilhópar og sönghópar skólans auk smærri samleiksatriða og einleikara.
Eru Sunnlendingar hvattir til að mæta á þessa fjölbreyttu tónleika og nýta þannig einstakt tækifæri til að fá innsýn í starfsemi tónlistarskólans.
Aðgangur að tónleikum Tónlistarskólans er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.