2024-12-25T00:00:00+00:00
Loading Events
This event has passed.

Tónlistarskóli Árnesinga setur upp ævintýraóperu núna í maí. Fær þema vetrarins (3+) að njóta sín vel, því þátttakendur verða yfir 150 talsins. Þar koma fram flestar hljómsveitir skólans og fjölmargir samspilshópar, auk söngvara og einleikara.

Söguþráður óperunnar er margslunginn, en þar fléttast saman ævintýri, þjóðsögur og sögupersónur víða að. Verður spennandi að sjá hvernig tónlistin fléttast inn í söguþráðinn.

 

Haldnir verða þrennir tónleikar í Menningarsal Art Hostel, Hafnargötu 9, Stokkseyri.

Föstud. 10. maí kl. 19:00

Laugard. 11. maí kl. 14:00

Laugard. 11. maí kl. 17:00

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi