Loading view.
Kórlögin hans Sigfúsar – Minningartónleikar í Hveragerðiskirkju 19. nóvember
Minningartónleikar 19. nóvember kl. 19:30 í Hveragerðiskirkju Söngnemendur og nokkrir hljóðfæranemendur Tónlistarskóla Árnesinga, í samstarfi við Söngsveit Hveragerðis, munu flytja lög eftir fyrrum píanókennara skólans Sigfús Ólafsson, sem orðið hefði áttræður í ár. Um leið minnumst við Hjartar Þórarinssonar sem lést í sumar, en hann var einn af stofnendum Tónlistarskóla Árnesinga árið 1955 og fjármálstjóri skólans til fjölda ára. Ásgeir Sigurðsson, fyrrum skólastjóri Tónlistarskólans, útsetti lögin. Aðgengur að tónleikunum er ókeypis. Verið öll hjartanlega velkomin! Sigfús Ólafsson Hjörtur Þórarinsson