Umsókn um skólavist
Kæru umsækjendur Undir heitinu Dreifibréf 2024, má sjá helstu upplýsingar um nám og námsleiðir í Tónlistarskóla Árnesinga: Dreifibréf 2024 Ef þið óskið eftir tónlistarnámi næsta vetur, smellið á hnappinn: UMSÓKN UM SKÓLAVIST efst hér á heimasíðunni og fyllið út allar umbeðnar upplýsingar. Nemendur sem fá skólavist, fá tölvupóst í ágúst með upplýsingum um greiðslu skólagjalda. Kennslutímabilið byrjar í lok ágúst og stendur til maíloka. Nemendur á blásturs- og strokhljóðfæri geta leigt hljóðfæri af skólanum. Við bjóðum nýja nemendur hjartanlega velkomna til tónlistarnáms. Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri Skrifstofa Eyravegi 9, Selfossi Sími: 482 1717 tonar@tonar.is www.tonar.is Skrifstofan er lokuð frá miðjum júní [...]
Upphaf kennslu, hóptímar og foreldradagar.
Fyrsti kennsludagur skólaárið 2024-2025 verður 26. ágúst. Starfsdagar kennara verða 19. - 23. ágúst. Kennarar hafa samband við nemendur á starfsdögum. Hóptímar hefjast 2. september. Foreldradagar verða frá 16. september.