Það hefur verið fastur liður, að Hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands sé opnaður með tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Árnesinga.
Í ár, þann 12. febrúar sl, stigu á svið þrír söngnemendur, þær Karolina Konieczna, Auður Garðarsdóttir og Jónína Eirný Sigurðardóttir, ásamt Ester Ólafsdóttur píanóleikara. Fluttu þær lagið O Salutaris eftir F. Schubert, sem var mjög fallegt og gaf dagskránni hátíðlegan blæ.
Dagskrá var fjölbreytt með erindum, viðurkenningum og styrkveitingum og afhenti forseti Íslands Halla Tómasdóttir m.a. fjölskyldusviði Sveitarfélagsins Árborgar menntaverðlaun Suðurlands, vegna íslenskunámskeiða fyrir foreldra grunnskólabarna með erlendan bakgrunn.
/Helga Sighv.