
Miðdeildartónleikar í Stekkjaskóla
19. mars kl 18:30 - 19:30
Miðdeildartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða haldnir miðvikudaginn 19. mars kl. 18:30 í hátíðarsal Stekkjaskóla á Selfossi.
Dagskrá er fjölbreytt að vanda og koma nemendur fram á hin ýmsu hljóðfæri.
Flytjendur hafa allir lokið grunnprófi (3. stigi) á sitt hljóðfæri og alltaf gaman að fylgjast með þessum þróttmikla hópi.
Aðgangur er ókeypis – Verið öll hjartanlega velkomin!