Hljóðfærakynningar komnar í gang

Hljóðfærakynningar komnar í gang. Tónlistarskólinn heimsækir (fimm sinnum á vorönn) alla nemendur í 2. bekk í grunnskólum Árnessýslu. Í þessum heimsóknum fá nemendur kynningu á hinum ýmsu hljóðfærum sem læra má á. Þau fá upplýsingar um sögu hljóðfæranna, heyra leikið á hljóðfærin og svo syngjum við alltaf nokkur lög saman. Deildarstjórar ásamt fagkennurum halda utan um kynningarnar, sem eru í allt 60 talsins.

/Helga Sighv.

Á meðfylgjandi myndum má sjá kynningu á rytmískum hljóðfærum og klassískum gítar, fyrir nemendur í Vallaskóla.

2025-01-10T13:45:09+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi