Jólakveðja frá Tónlistarskóla Árnesinga 2024

Starfsfólk Tónlistarskóla Árnesinga óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla með þökkum fyrir árið sem er að líða.

 

Jólalag 2024 er Nú er glatt í döprum hjörtum eftir Wolfgang Amadeus Mozart, í útsetningu Jóhanns I. Stefánssonar.

Söng-, blokkflautu- og trommunemendur ásamt kennurum, flytja jólakveðjuna í ár.

Sjá hér: https://fb.watch/wEUW-iL9k_/

 

Kastljósinu í ár er beint að nýja sembalnum sem keyptur var sl. vor frá Hollandi (fyrirmyndin Klinkhammer-semball frá um 1700).

Við reynum að þessu sinni að skapa hljóðheim frá fyrri öldum með tónlistar- og hljóðfæravali. – Njótið vel!

/Helga Sighv.

2025-01-10T11:23:51+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi