Styrkur til Tónlistarskóla Árnesinga

Styrkur. Á samkomu í Grænumörk á Selfossi 21. nóvember, tilkynnti Félag eldri borgara um 100.000 króna styrk til Tónlistarskóla Árnesinga. Við þökkum Félagi eldri borgara á Selfossi innilega fyrir fjárstuðninginn og þann hlýhug sem fylgir gjöfinni. – Styrkurinn verður nýttur til hljóðfærakaupa.

Á samkomunni komu fram blokkflautusveitir Tónlistarskóla Árnesinga og fluttu fjölbreytta tónlist sem spannaði fjórar aldir (16. – 20. öld), ásamt kennurum og píanómeðleikara. Nemendur og kennara þakka kærlega fyrir hlýjar móttökur.

/Helga Sighv.

2024-11-25T14:03:29+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi