Kórlögin hans Sigfúsar – minningartónleikar

Kórlögin hans Sigfúsar var yfirskrift minningatónleika í Hveragerðiskirkju 19. nóvember sl.

Á tónleikunum minntumst við Sigfúsar Ólafssonar fyrrum kennara við skólann, með flutningi 13 laga eftir hann. Sigfús hefði orðið áttræður í ár hefði hann lifað, en hann lést árið 2021.

Um leið minntumst við Hjartar Þórarinssonar sem lést í sumar, en hann kom að stofnun skólans árið 1955 og var fjármálastjóri hans í fjölda ára.

Sigfús samdi mörg kórlög og voru þau gefin út á bók. Þar átti Hjörtur nokkra söngtexta, en Ásgeir Sigurðsson fyrrum skólastjóri Tónlistarskólans útsetti lögin.

 

Húsfyllir var í Hveragerðiskirkju og mikil ánægja með tónleikana. Flytjendur voru nemendur og kennarar Tónlistarskóla Árnesinga og Söngsveit Hveragerðis undir stjórn Margrétar S. Stefánsdóttur, en kynnir tónleikanna var Anna Jórunn Stefánsdóttir.

Öllum hlutaðeigandi eru færðar innilegar þakkir fyrir fallega og skemmtilega tónleika.

/Helga Sighv.

                     

 

 

2024-11-27T10:16:12+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi