Þátttaka í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Sunnud. 29. september tóku sex fyrrverandi og núverandi fiðlunemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga þátt í tónleikum Ungsveitar SÍ. Þetta voru þær Guðrún Birna Kjartansdóttir, Sólrún Njarðardóttir, Hugrún Birna Hjaltadóttir, Bryndís Hekla Sigurðardóttir, Eyrún Huld Ingvarsdóttir (sem var konsertmeistari) og Aðalheiður Sif Guðjónsdóttir. Allar komust þær að eftir strangt prufuspil og fengu tækifæri til að æfa og leika 9. sinfóníu Dvorák í Eldborgarsal Hörpu. – Glæsilegir fulltrúar skólans!

Mynd frá foreldri

/Helga Sighv.

2024-10-01T15:45:46+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi