Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir lauk söngnámi við Tónlistarskóla Árnesinga 8. maí með opinberum framhaldsprófstónleikum, en tónleikarnir voru lokatónleikar hennar frá skólanum.
Lilja flutti fallega og fjölbreytta dagskrá og var klappað lof í lófa í lok tónleika, ásamt Margréti söngkennara hennar, Ester píanómeðleikara, Laufey Dóru söngfugli (dóttur Lilju) og sönghópi skólans.
/Helga Sighv.