Nemendaheimsókn. Hópur færeyskra blokkflautunemenda heimsótti Tónlistarskóla Árnesinga helgina 8. – 10. mars, ásamt kennara sínum Lailu Nielsen. Blokkflautusveitir TÁ tóku á móti gestunum og æfðu nemendur allir saman nokkur íslensk og færeysk lög í útsetningu Lailu. Á laugardeginum skoðaði hópurinn Geysi og Gullfoss og endaði svo á að spila í Skálholtskirkju. Heimsókninni lauk með tónleikum á Selfossi á sunnudeginum þar sem þjóðlögin voru flutt og hver sveit flutti líka sitt efni.
Skemmtileg og lærdómsrík helgi var að baki, en samstarf af þessu tagi er alltaf mjög gefandi fyrir alla þátttakendur.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingahelginni.
/Helga Sighv.
Æfður var færeyskur dans Frá æfingu á laugardeginum Allur hópurinn við Gullfoss
Gestir leika í Skálholti Frá tónleikum á Selfossi