Nemendur léku með Ungsveit SÍ

Þrír núverandi og fyrrverandi fiðlunemendur Tónlistarskóla Árnesinga léku með Ungsveit SÍ 24. september sl. í Eldborgarsal Hörpu. Þetta voru þær Hugrún Birna, Hildur Tanja og Eyrún Huld sem jafnframt var konsertmeistari tónleikanna. Lék hljómsveitin Draumórasinfóníuna eftir Hector Berlioz. Hljómsveitarstjóri var Nahanaël Iselin.

Markmið með Ungsveitinni er að gefa tónlistarnemendum vettvang til að kynnast krefjandi hljómsveitarleik og þarf að standast prufuspil til að komast í hljómsveitina. Þá taka við stífar æfingar sem lýkur með tónleikum. Tónleikar Ungsveitarinnar voru einstaklega vandaðir og ljóst að að baki liggur vönduð og mikil vinna.

/Helga Sighvatsdóttir

 

 

2023-10-31T10:28:07+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi